Inter tók á móti Empoli í Seria A í dag. Leiknum lauk með 4-2 endurkomusigri Inter.
Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og kom Andrea Pinamonti liðinu yfir strax á 5. mínútu. Kristjan Asllani gerði sér lítið fyrir og tvöfaldaði forystun á 28. mínútu og heimamenn lentu því tveimur mörkum undir á fyrsta hálftímanum.
Simone Romagnoli varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Empoli á 40. mínútu og kveikti það í heimamönnum. Lautaro Martinez jafnaði metin aðeins fimm mínútum seinna og var jafnt þegar flautað var til leikhlés.
Inter byrjaði seinni hálfleikinn á svipaðan hátt og þeir enduðu þann fyrri og sóttu án afláts. Lautaro Martinez kom Inter yfir á 64. mínútu með flottu skoti og bætti Alexis Sánchez fjórða markinu við í uppbótartíma. Það reyndist lokamark leiksins og mikilvægur sigur Inter í toppbaráttunni staðreynd.
Inter er komið í toppsæti deildarinnar en AC Milan er stigi á eftir og á leik til góða. Empoli er í 14. sæti deildarinnar.
Inter 4 – 2 Empoli
0-1 Andrea Pinamonti (´5)
0-2 Kristjan Asllani (´28)
1-2 Simone Romagnoli, sjálfsmark (´40)
2-2 Lautaro Martinez (´45)
3-2 Lautaro Martinez (´64)
4-2 Alexis Sánchez (´90+4)