Arsenal hefur staðfest að Mikel Arteta hafi framlengt samning sinn við félagið en á sama tíma skrifaði Jonas Eidevall þjálfari kvennaliðs félagsins undir framlengingu.
„Ég er spenntur og þakklátur, ég er glaður í dag,“ sagði Arteta sem skrifaði undir til 2025.
Arteta tók við Arsenal árið 2019 og hefur átt ágætis spretti með liðið, hann vonast til þess að koma liðinu í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Eidevall tók við kvennaliði Arsenal fyrir ári síðan en liðið er í baráttu um sigur í Ofurdeildinni á Englandi.