fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
433Sport

Rúnar svekktur eftir leik – ,,Ég skil ekki alveg línuna“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 30. apríl 2022 22:03

KR er aðeins með fjögur stig / Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið fjör á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tók á móti KR í stórleik í Bestu deild karla.

Valur fór með 2-1 sigur af hólmi í skemmtilegum leik. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir á 18. mínútu. Patrick Pedersen jafnaði fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Jesper Juelsgard sem gerði sigurmarkið þegar 20 mínútur lifðu leiks.

Lestu nánar um leikinn hér

,,Við vorum mjög góðir fyrsta hálftímann. 10-15 mínútum eftir að við komumst yfir þá þrýsta Valsararnir aftur, við förum að detta fullmikið til baka. Við gáfum þeim full of mörg færi til að að koma boltanum inn í teig,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leik.

Sem fyrr segir jafnaði Pedersen fyrir Val rétt fyrir leikhlé. Það þótti Rúnari svekkjandi. ,,Það var súrt því við vorum klárir með breytingar, eða að laga hluti í hálfleik.“

KR hefur leikið vel á köflum á tímabilinu en er þó aðeins með þrjú stig eftir jafnmarga leiki. ,,Auðvitað er það ekki óskastaða. Það eykur aðeins pressuna á okkur. Næst hugsum við að við verðum að vinna,“ sagði Rúnar.

,,Frammistaðan okkar hefur verið mjög góð. En það hefur ekki gefið okkur nema þrjú stig og það er svolítið sárt. En við megum ekki missa trúna. Við verðum að halda áfram.“

KR-ingar voru ósáttir með dómgæsluna í leiknum í dag. Þeir voru til að mynda ekki sáttir með aukaspyrnuna sem Valur fékk á 70. mínútu og Juelsgard skoraði úr. ,,Ef það er brot þá dæmir hann. Upp úr henni skorar þeir. Ef það er málið (að þetta hafi verið rangur dómur) er maður náttúrulega hundfúll,“ sagði Rúnar.

,,Tvisvar í leiknum er dæmt á okkur þegar við erum í hraðri sókn og Valsmaður hleypur fyrir okkar mann og lætur sig detta. Ég skil ekki alveg línuna.“

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kóngurinn snýr aftur en launin lækka mikið vegna stöðunnar

Kóngurinn snýr aftur en launin lækka mikið vegna stöðunnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veislan hefst á Old Trafford í dag

Veislan hefst á Old Trafford í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lengjudeildin: Grótta á toppinn – Svakaleg dramatík í Kórnum

Lengjudeildin: Grótta á toppinn – Svakaleg dramatík í Kórnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvernig fékk leikmaður Malmö ekki rautt? – Fór með takkana í höfuð Halldórs Smára

Hvernig fékk leikmaður Malmö ekki rautt? – Fór með takkana í höfuð Halldórs Smára
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meistaradeildin: Dómarinn varð Víkingum að falli í Svíþjóð – Helgi skoraði gríðarlega mikilvægt mark

Meistaradeildin: Dómarinn varð Víkingum að falli í Svíþjóð – Helgi skoraði gríðarlega mikilvægt mark
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu rauða spjaldið fáránlega sem Kristall fékk í kvöld

Sjáðu rauða spjaldið fáránlega sem Kristall fékk í kvöld