fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Arnór uppljóstraði um fund sem fram fór á Hlíðarenda: „Við bökkum hvern annan upp“

433
Laugardaginn 23. apríl 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líf og fjör í Íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut í gær þar sem Arnar Daði Arnarson þjálfari Gróttu og Arnór Smárason leikmaður Vals voru í góðum gír.

Arnór Smárason var hetja Vals í fyrstu umferð Bestu deildarinnar og skoraði sigurmark liðsins gegn ÍBV. Arnór átti erfitt ár í fyrra en hefur lagt mikið á sig í vetur til að sanna ágæti sitt.

„Það var mikið gym, það var það. Það þurfti að styrkja líkamann eftir tvö tímabil frá,“ segir Arnór sem kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil.

„Ég er búinn að ná heilu undirbúningstímabili alveg, ég kem ferskur inn í sumarið. Það er frábært að þetta sé að byrja, það er æðislegt að deildin sé kominn í gang.“

Arnór byrjaði á bekknum gegn ÍBV en kom sterkur inn. Hann segir eðlilegt að pressa sé á honum að standa sig vel. „Komandi heim í fyrra og vera ekki í standi, eðlilega smá pressa á manni. Ég hafði verið erlendis í sautján ár, það er erfitt að standa sig þegar þú ert ekki í standi. Vonbrigða tímabil í fyrra, ég tók vel á því í vetur. Það var klárlega léttir en líka geggjað fyrir okkur að byrja á sigri, byrja deildina sterkt. Ágætis stemming á Hlíðarenda með.“

„Fögnuðurinn eftir markið sýnir hversu sterkur hópurinn er, það er búið að vera mikið tal um Val. Sem er geggjað og það er pressa sem er geggjað, þú vilt taka þessu pressu til þín. Mér finnst við sem lið mjög samstilltir og mjög góður mórall í liðinu, það sýndi sig í þessu augnabliki.“

Leikmenn Vals funduðu fyrir mót og sagði Arnór frá þeim fundi í þættinum.

„Það er mikil samkeppni, en samkeppni á góðan máta. Við erum í þessu saman, við tókum léttan fund. Haukur Páll og fleiri og ákváðum snemma að hver sem spilar, þá erum við saman í þessum. Við bökkum hvern annan upp, við komum með það hugarfar inn í deildina. Það er samkeppni, innan vallar eða í Pub Quiz eða pílu. Þannig andrúmsloft viltu hafa.“

„Það er alltaf pressa ef þú ert að spila í Val, í rauninni ekki. Við viljum sækja titilinn aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kominn með nóg af sömu spurningunum – ,,Mér er drullusama“

Kominn með nóg af sömu spurningunum – ,,Mér er drullusama“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park