

Ísak Bergmann Jóhannesson er þriðja leikinn í röð utan hóp hjá danska stórliðinu FCK. Hefur þetta komið mörgum á óvart.
Ísak var í nokkuð stóru hlutverki fyrir áramót en danska félagið keypti inn leikmenn í janúar.
Það virðist hafa fært Ísak aftar í röðinni og er hann ekki í 20 manna leikmannahópi liðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Randers.
Sömu sögu er að segja af Andra Fannari Baldurssyni sem er í láni hjá félaginu frá Bologna á Ítalíu. Andri er ekki meiddur samkvæmt heimasíðu FCK en hann hefur ekki fengið stórt hlutverk í Danmörku.
Fram kemur á heimasíðu FCK að hinn ungi Hákon Arnar Haraldsson sé frá vegna meiðsla en hann fékk hlutverk í aðalliðinu fyrir áramót