fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Þróttur og Jón Arnór hjóla í Dag – „Er Degi alveg sama?“

433
Þriðjudaginn 1. mars 2022 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið kveðst gapandi hissa á plönum Reykjavíkurborgar og segja að Dagur B Eggertsson borgarstjóri standi ekki við orð sín.

Þann 24. mars 2021 undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og fulltrúar íþróttafélaganna í Laugardal sameiginlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir börn og ungmenni í Laugardal.

Laugardalshöll sem íþróttahöll er ónothæf og hefur það orðið til þess að börn í Laugardalnum hafa enga íþróttahöll.

„Það kom því fulltrúum íþróttafélaganna í Laugardal verulega á óvart að sjá tillögur borgarstjóra nýverið um uppbyggingu íþróttamannvirkja í dalnum þar sem bygging þjóðarhallar er fyrsti kostur en horfið frá byggingu íþróttahúss fyrir íþróttafélög og skóla sem þjóna eiga börnum og unglingum. Þessar tillögur ganga þvert gegn áherslu fyrrnefndrar viljayfirlýsingar og taka með engu móti tillit til brýnnar þarfar á nýju íþróttahúsi í hverfinu. Óhætt er að fullyrða að þessar nýju tillögur séu í andstöðu við skýran vilja íbúa hverfisins og geri samráð og samstarf fulltrúa borgarinnar og íþróttafélaganna undanfarin mörg ár að engu,“ segir í yfirlýsingu frá aðalstjórn Þróttar.

„Á meðan ekki er staðið við margrædd áform um uppbyggingu fyrir félögin, eins og þau birtast meðal annars og ekki síst í forgangsröðun borgarinnar sjálfrar um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík, telur aðalstjórn Þróttar að sá hluti viljayfirlýsingarinnar sem fjallar um byggingu íþróttahúss og vísað er til hér að ofan sé fallin um sjálfan sig, enda hafi borgin ekki staðið við nein þau tímamörk sem í yfirlýsingunni voru tilgreind. “

Jón Arnór tekur í sama streng:

Á sama tíma birtir Jón Arnór Stefánsson einn besti körfuboltamaður sögunnar pistil á Vísir.is þar sem hann ræðir um sama mál. Pistilinn ber nafnið „Er Degi alveg sama?“

„Iðkendur í Laugardalnum þekkja þetta hins vegar ekki úr sínu hverfi. Þar er þetta ekki í boði. Degi hefur verið boðið að koma í heimsókn til að sjá með eigin augum þá bágbornu aðstöðu sem krakkar sem æfa körfubolta hjá Ármanni búa við. Körfuknattleiksdeild félagsin er ein sú fjölmennasta í Reykjavík með rúmlega 300 iðkendur, en krakkarnir þurfa að gera sér að góðu að æfa í agnarsmáum íþróttasölum Laugarnes- og Langholtsskóla, rýmum sem eru á stærð við áhaldageymslur íþróttahúsa annarra liða. Dagur hefur ekki enn séð sér fært að mæta.“

Í lok pistilsins skrifar Jón Arnór . „Mig langar því að spyrja aftur. Stendur til að byggja fjölnota íþróttahús fyrir íþróttafélögin í hverfinu, eða er Degi og félögum alveg sama um íþróttaiðkendur hverfisfélaga Laugardalsins?“

Pistil Jón má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Í gær

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Í gær

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig