fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Barcelona skilur Dani Alves eftir heima

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dani Alves spilar ekki með Barcelona í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Liðum er aðeins heimilt að skrá þrjá nýja leikmenn til leiks og Ferran Torres, Adama Traore og Pierre-Emerick Aubameyang urðu fyrir valinu.

Barcelona staðfesti komu Pierre-Emerick Aubameyang á frjálsri sölu frá Arsenal fyrr í dag. Torres kom frá Manchester City í lok desember og Adama Traore kom aftur til uppeldisfélagsins frá Úlfunum í janúarglugganum.

Dani Alves samdi við spænsku risana í nóvember í fyrra en mátti ekki spila fyrr en á nýju ári.

Alves, sem er 38 ára gamall, spilaði áður með Börsungum á árunum 2008-2016 og vann fjölmarga titla með félaginu.

Xavi, núverandi knattspyrnustjóri liðsins, hefur hins vegar ákveðið að fórna Alves í stað nýju sóknarlínunnar.

Barcelona mætir Napoli í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar þann 17. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Villa horfir til Barcelona ef Emi Martinez fer

Villa horfir til Barcelona ef Emi Martinez fer
433Sport
Í gær

Áfram allt í rugli hjá Beckham-fjölskyldunni eftir að sonurinn gerði þetta í gær

Áfram allt í rugli hjá Beckham-fjölskyldunni eftir að sonurinn gerði þetta í gær
433Sport
Í gær

KSÍ bregst við umræðu um umfang og bendir á áhugaverða niðurstöðu rannsóknar UEFA

KSÍ bregst við umræðu um umfang og bendir á áhugaverða niðurstöðu rannsóknar UEFA
433Sport
Í gær

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn
433Sport
Í gær

Segir mikla blóðtöku fyrir Garðbæinga að missa Hilmar

Segir mikla blóðtöku fyrir Garðbæinga að missa Hilmar