fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Enski boltinn: Sanngjarn sigur Chelsea á Tottenham – Fyrsta tap Conte í deildinni

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 23. janúar 2022 18:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með góðun 2-0 sigri Chelsea.

Lítið var um opin færi í fyrri hálfleik en mikill hiti var í mönnum. Chelsea var meira með boltann en liðið átti þó aðeins eitt skot á markið. Harry Kane kom boltanum í netið fyrir Tottenham í fyrri hálfleik en markið var dæmt af. Markalaust var er liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.

Leikmenn Chelsea byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en Hakim Ziyech kom heimamönnum yfir með stórkostlegu marki strax í byrjun seinni hálfleiks. Thiago Silva tvöfaldaði forystuna á 55. mínútu með flottum skalla eftir stoðsendingu Mason Mount og reyndist það vera lokamark leiksins.

Chelsea 2 – 0 Tottenham
1-0 Hakim Ziyech (´47)
2-0 Thiago Silva (´55)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Í gær

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Í gær

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“