fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Kjaftasögur í gangi um að Björgólfur Thor ausi fjármunum í KR

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. janúar 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um það í Íþróttavikunni á Hringbraut í gærkvöld að auðkýfingurinn Björgólfur Thor Björgólfsson væri byrjaður að setja fjármuni í meistaraflokk karla hjá KR. Einn hans nánasti samstarfsmaður er lykilmaður á bak við tjöldin hjá KR.

Þeir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og Hörður Snævar Jónsson, voru gestir vikunnar í Íþróttavikunni.

Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, sagði í vikunni að KR ætli að stefna á þann stóra . ,,Hann telur það og ætlar sér að vera með bestu leikmönnum Íslandsmótsins í sumar og að KR verði meistari. Koma Halls Hansonar gefur einhverjar væntingar, fengu Finn Tómas frá Norrköping eftir að hafa selt hann fyrir ári síðan, þetta er einhver besti lottóvinningur sem eitthvað félag hefur gert,“ sagði Hörður.

KR-ingar hafa verið að safna liði og Hallur Hansson er sagður einn launahæsti leikmaður deildarinnar, þá kom Finnur Tómas heim frá Svíþjóð. ,,Kjartan Henry verður síðan með allt tímabilið, Theodór Elmar sömuleiðis. Þú skalt ekkert afskrifa KR, það er komið fullt af peningum í félagið aftur.“

Björgólfur Thor Björgólfsson Mynd/GVA

Tengsl Árna Geirs Magnússonar sem er nú í aðalstjórn KR við athafnamanninn Björgólf hafi opnað á tækifæri. ,,Það er kominn maður í aðalstjórn KR, Árni Geir Magnússon, hann er besti vinur Björgólfs Thors og Bjöggi er farinn að kitla eitthvað þarna inn. Þeir segja það á Kaffi Vest að Bjöggi sé farinn að tæma sparibaukinn.“

Þorsteinn Haldórsson telur að KR geti orðið Íslandsmeistari í sumar.„ Það er oft ágætt að það sé ekki verið að setja pressu á þig og að menn séu ekki að tala eitthvað háfleygt um þig. Ef að hlutirnir fara að tikka hjá KR, þessi eldri leikmenn halda sér heilum í vetur og verða í góðu standi þegar mótið byrjar, þá geta KR gert mjög góða hluti. Þeir eru vel mannaðir og Hallur Hansson er flottur leikmaður og gæti jafnvel orðið besti leikmaður Íslandsmótsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“