fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Enski boltinn: Englandsmeistararnir styrkja stöðu sína á toppnum með góðum sigri á Chelsea

Helga Katrín Jónsdóttir
Laugardaginn 15. janúar 2022 14:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu lauk fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þar tók Manchester City á móti Chelsea í sannkölluðum stórleik. Leiknum lauk með 1-0 sigri Manchester City.

Fyrri hálfleikur var nokkurs konar skák á milli þjálfara liðanna. Liðin náðu bæði að koma sér nokkrum sinnum í álitlegar stöður en lítið var um dauðafæri. Chelsea varðist vel og leyfði sóknarmönnum Manchester City lítið að gera fram á við og var enn markalaust er flautað var til hálfleiks.

Manchester City var með betri stjórn á seinni hálfleiknum og Kevin De Bruyne braut ísinn á 70. mínútu með laglegu skoti vel fyrir utan teig. Þetta reyndist sigurmark leiksins og Manchester City styrkir stöðu sína í toppsætinu.

Manchester City er með 56 stig í 1. sæti en Chelsea er með 43 stig í 2. sæti.

Manchester City 1 – 0 Chelsea
1-0 Kevin De Bruyne (´70)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjarlægðu dagsetningar í frétt af máli Gylfa Þórs – Stóð aldrei til boða að framlengja farbann um aðeins þrjá daga

Fjarlægðu dagsetningar í frétt af máli Gylfa Þórs – Stóð aldrei til boða að framlengja farbann um aðeins þrjá daga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýjasta stjarna Manchester United kom frá Svíþjóð og æfði með erkifjendunum – ,,Hann var ótrúlegur“

Nýjasta stjarna Manchester United kom frá Svíþjóð og æfði með erkifjendunum – ,,Hann var ótrúlegur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans