fbpx
Þriðjudagur 17.maí 2022
433Sport

Kalmar staðfestir komu Davíðs Kristjáns til félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 10:39

Davíð Kristján byrjar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kalmar FF í sænsku úrvalsdeildinni hefur staðfst að Davíð Kristján Ólafsson hafi skrifað undir samning við félagið.

Þessi öflugi 26 ára gamli bakvörður kemur til félagsins frá Álasundi í Noregi þar sem samningur hans var æá enda. Davíð yfirgaf Breiðablik árið 2019 og hefur spilað í þrjú ár með norska félaginu.

Bakvörðurinn knái er nú staddur í verkefni með A-landsliði karla sem mætir Úganda í æfingaleik í dag.

„Hann getur spilað sem vinstri bakvörður, vinstri kantmaður og á miðjunni,“ segir Jörgen Petersson íþróttastjóri Kalmar.

„Hann er fljótur og góður með boltann, hann er með sjálfstraust í sóknarleiknum og góður varnarmaður.“

Davíð er spenntur fyrir nýrri áskorun á ferlinum. „Það er mjög gott að allt sé klár og ég hlakka til að byrja að æfa og hitta nýja liðsfélaga mína,“ sagði Davíð sem mætir til Kalmar 18 janúar.

„Mér líkar hvernig liðið vill spila fótbolta. Ég lít á sjálfan mig sem sóknarsinnaðan bakvörð með góðan vinstri fót og ég held að mínir eiginleikar muni henta vel hérna. Vonandi getum við haldið áfram að byggja á því sem liðið sýndi í fyrra og gert eitthvað gott saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Drátturinn í 16 liða úrslitum bikarsins – Valur á Sauðárkrók

Drátturinn í 16 liða úrslitum bikarsins – Valur á Sauðárkrók
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Víkingar búnir að fá sig fleiri mörk en eftir 14 leiki í fyrra

Víkingar búnir að fá sig fleiri mörk en eftir 14 leiki í fyrra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Kristall kýldi Davíð í gær – Davíð féll til jarðar með tilþrifum

Sjáðu atvikið: Kristall kýldi Davíð í gær – Davíð féll til jarðar með tilþrifum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo og sonurinn rifu sig úr að ofan í gær – 11 ára sonurinn í rosalegu formi

Ronaldo og sonurinn rifu sig úr að ofan í gær – 11 ára sonurinn í rosalegu formi
433Sport
Í gær

Besta deild karla: Blikar burstuðu Íslandsmeistarana í Víkinni

Besta deild karla: Blikar burstuðu Íslandsmeistarana í Víkinni
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Meistaradeildardraumar Arsenal í hættu eftir tap gegn Newcastle

Enski boltinn: Meistaradeildardraumar Arsenal í hættu eftir tap gegn Newcastle