fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Van de Beek hefur áhyggjur eftir komu Cristiano Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. september 2021 11:30

Donny van de Beek. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donny van de Beek miðjumaður Manchester United óttast komu Cristiano Ronaldo til félagsins. Þetta má heyra frá umboðsmanni miðjumannsins.

Van de Beek hefur verið aftarlega í röðinni hjá Ole Gunnar Solskjær en koma Ronaldo eru ekki góð tíðindi fyrir hann.

„Pogba hefur spilað vinstra megin en með komu Cristiano þá færist Pogba aftur á miðsvæðið,“ segir Guido Albers umboðsmaður Van de Beek.

Hollenski miðjumaðurinn reyndi að yfirgefa United á mánudag í síðustu viku þegar félagaskiptaglugginn var að loka.

„Við áttum samtal við Solskjær og stjórnina, við ætluðum að finna nýtt félag og enduðum hjá Everton. Við ræddum við Marcel Brands og Farhad Moshiri.“

„Á mánudagskvöld kom svo símtal frá Solskjær um að það væri ekki í boði að fara. Van de Beek átti að mæta á æfingu daginn eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Í gær

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta
433Sport
Í gær

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum