fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Van de Beek hefur áhyggjur eftir komu Cristiano Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. september 2021 11:30

Donny van de Beek. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donny van de Beek miðjumaður Manchester United óttast komu Cristiano Ronaldo til félagsins. Þetta má heyra frá umboðsmanni miðjumannsins.

Van de Beek hefur verið aftarlega í röðinni hjá Ole Gunnar Solskjær en koma Ronaldo eru ekki góð tíðindi fyrir hann.

„Pogba hefur spilað vinstra megin en með komu Cristiano þá færist Pogba aftur á miðsvæðið,“ segir Guido Albers umboðsmaður Van de Beek.

Hollenski miðjumaðurinn reyndi að yfirgefa United á mánudag í síðustu viku þegar félagaskiptaglugginn var að loka.

„Við áttum samtal við Solskjær og stjórnina, við ætluðum að finna nýtt félag og enduðum hjá Everton. Við ræddum við Marcel Brands og Farhad Moshiri.“

„Á mánudagskvöld kom svo símtal frá Solskjær um að það væri ekki í boði að fara. Van de Beek átti að mæta á æfingu daginn eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount