fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Kári var fyrirliði í dag: ,,Maður er vanur að spila með strákum sem fatta þetta allir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 19:26

Kári Árnason í baráttunni í leiknum í dag. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason var fyrirliði Íslands í 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2022 í dag. Hann telur frammistöðuna að stórum hluta ekki hafa verið boðlega en sá þó einnig ljósa punkta.

Það gekk lítið sem ekkert upp hjá íslenska liðinu stærstan hluta leiksins. Þeim tókst þó að breyta 0-2 stöðu í 2-2 jafntefli með miklum karakter síðasta stundarfjórðung leiksins.

Brynjar Ingi Bjarnason og Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu mörkin.

,,Þetta leit nú ekki vel út á köflum en við sýndum bara góðan anda og karakter að koma til baka og það skiptir máli,“ sagði Kári við RÚV eftir leik.

,,Það er verið að sjá hverjir eru tilbúnir í þetta og svo framvegis. Það voru margir sem komu vel út úr því, sérstaklega í seinni hálfleik. En fyrri hálfleikur var bara skelfilegur, heint út sagt. Við byrjuðum kannski ágætlega fyrstu 10 mínúturnar en hitt, það var ekkert jákvætt við það. Við lágum til baka, þorðum ekki að pressa og þeir fundu bil á milli okkar úti um allt.“

,,Jákvætt að koma til baka. Það voru strákar sem komu inn og stóðu sig með prýði.“

Mikil kynslóðaskipti eru að eiga sér stað hjá landsliðinu um þessar mundir. Kári reynir að hjálpa yngri leikmönnum.

,,Maður er að reyna að hjálpa þeim að fatta þennan leik, þetta er ekkert sjálfgefið. Þetta er allt öðruvísi heldur en klúbbafótbolti. Eins og ég segi, þessi fyrri hálfleikur var ekki boðlegur. Maður er vanur að spila með strákum sem fatta þetta allir, hafa verið í þessu lengi, spilað kannski í kringum 80-90 leiki, þá er þetta svolítið öðruvísi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 2 dögum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina