fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Mun stjórnin aftur taka fram fyrir hendurnar á Arnari og Eiði Smára?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 08:34

©Anton Brink 2021 ©Torg ehf /

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta velja í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki liðsins í undankeppni HM 2022. Íslenska liðið mætir Armeníu 8. október og Liechtenstein 11. október. Báðir leikirnir fara fram hér á landi.

Íslenska liðið hefur ekki fundið taktinn í undankeppni HM en fjarvera lykilmanna hefur gert Arnari og Eiði Smára verulega erfitt fyrir.

Ljóst er að fjöldi lykilmanna verður fjarverandi í þessu verkefni en má þar nefna Alfreð Finnbogason, Sverrir Inga Ingason og Kolbein Sigþórsson sem allir eru meiddur. Þá er Gylfi Þór Sigurðsson í farbanni á Bretlandseyjum vegna rannsóknar lögreglu.

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði liðsins missti af síðasta verkefni eftir að hafa greinst með COVID-19 veiruna. Aron hefur náð heilsu hins og verið í fullu fjöri með Al-Arabi í Katar undanfarnar vikur.

Stjórn KSÍ og formaður sambandsins sögðu af sér rétt fyrir síðasta verkefni, ásakanir um að hylma yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna urðu til þess. Núverandi stjórn lætur af störfum á laugardag og stjórn til bráðabirgðar tekur við.

Fyrir síðasta verkefni bannaði stjórnin Arnari að velja tvo leikmenn í landsliðshópinn. Kolbeinn Sigþórsson var annar þeira en mál hans hefur verið rakið í fjölmiðlum síðustu daga, Kolbeinn var sakaður um ofbeldisbrot árið 2017. Náðust sættir í málinu en Kolbeinn hefur alla tíð neitað sök í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Í gær

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér
433Sport
Í gær

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu