fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
433Sport

Áhugaverð klásúla sett í samning James í Katar

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 09:30

James Rodriguez. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Rodriguez, nýr leikmaður Al-Rayyan í Katar, má yfirgefa félagið frítt ef Paris Saint-Germain býður honum samning.

Hinn þrítugi James kom til Katar frá Everton á dögunum. Hann hafði verið eitt tímabil á Englandi. Þar skoraði hann sex mörk og lagði upp fimm í 26 leikjum.

Kólumbíumaðurinn virðist þó ekki ætla sér að vera lengi í Katar, miðað við klásúluna.

Menn hjá PSG ætla að fylgjast vel með frammistöðum James í Katar og ná þá hugsanlega í hann ef þeim líst vel á.

Franska félagið hefur sterka tengingu við Katar. Eigandi félagsins er Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani, Emír landsins.

Auk þess að leika fyrir Everton hefur James spilað fyrir félög á borð við Real Madrid, Bayern Munchen, Monaco og Porto á ferlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Ronaldo hefur aldrei átt jafn mikið skilið að vinna gullboltann og í ár“

„Ronaldo hefur aldrei átt jafn mikið skilið að vinna gullboltann og í ár“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frábær byrjun Íslendinga gegn Kýpur – Sjáðu mörkin

Frábær byrjun Íslendinga gegn Kýpur – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Aron Jó fer til Vals – Hafnaði fjölda liða

Aron Jó fer til Vals – Hafnaði fjölda liða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Atvinnulaus John Terry nýtur lífsins – Nakin eiginkona hans vekur mikla athygli

Atvinnulaus John Terry nýtur lífsins – Nakin eiginkona hans vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Walter Smith er látinn

Walter Smith er látinn
433Sport
Í gær

Flugfreyja Play gerði lítið úr Valsmönnum – „Það væri verra að tapa vegabréfinu“

Flugfreyja Play gerði lítið úr Valsmönnum – „Það væri verra að tapa vegabréfinu“
433Sport
Í gær

Leikmenn United búnir að missa trú á Solskjaer og starf hans sagt í verulegri hættu

Leikmenn United búnir að missa trú á Solskjaer og starf hans sagt í verulegri hættu
433Sport
Í gær

Micah Richards finnur til með Solskjaer – „Það er engin liðsheild í hópnum“

Micah Richards finnur til með Solskjaer – „Það er engin liðsheild í hópnum“