fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Hefur tröllatrú á Ronaldo – ,,Ég þori að veðja á að hann verði stjóri Manchester United eftir 18 mánuði“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 20:00

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Sherwood, fyrrum stjóri Tottenham og Aston Villa, segir að Cristiano Ronaldo gæti orðið knattspyrnustjóri um leið og ferli hans sem knattspyrnumaður lýkur. Sherwood telur Portúgalann þegar hafa sýnt að hann gæti orðið góður stjóri með leiðtogahæfileikum sínum fyrir portúgalska landsliðið – og nú síðast Manchester United.

,,Þetta er allt annar Ronaldo en sá sem var á Old Trafford fyrst. Hann veit hversu mikilvægur hann er og ef honum líður eins og hann þurfi að standa á hliðarlínunni við hlið stjórans (Ole Gunnar Solskjær) þá verðurðu að leyfa honum að gera það,“ sagði Sherwood. Ronaldo var áður á mála hjá Man Utd á árunum 2003-2009 og er lifandi goðsögn hjá félaginu.

,,Við höfum séð hann gera þetta með landsliði sínu, á EM, öskrandi leikmenn áfram. Þessi strákur verður pottþétt knattspyrnustjóri. Ég þori að veðja á að hann verði stjóri Manchester United eftir 18 mánuði. Hvenær sem hann hættir að spila verður hann stjóri,“ sagði Sherwood.

Sherwood segir að ef illa gangi hjá Ole Gunnar Solskjær með Man Utd gæti verið upplagt að horfa til Ronaldo sem framtíðarstjóra.

,,Ef þeir vinna deildina, Meistaradeildina, bikarinn eða einhvern af þessum titlum mun Solskjær halda vinnunni. En ef þeir vinna ekki neitt þá held ég að þeir séu með knattspyrnustjóra á leiðinni. Hann gæti tekið reynslumikinn stjóra með sér, til dæmis Carlos Queiroz.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Í gær

Vilja innleiða launaþak í ensku deildinni – Margir óttast að það skaði deildina rosalega

Vilja innleiða launaþak í ensku deildinni – Margir óttast að það skaði deildina rosalega
433Sport
Í gær

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London