fbpx
Föstudagur 15.október 2021
433Sport

Nuno segir að stuðningsmennirnir eigi betra skilið

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 21. september 2021 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nuno Espirito Santo, þjálfari Tottenham, segir að stuðningsmenn félagsins eigi betra skilið eftir slakar frammstöður liðsins að undanförnu.

Tottenham stóð sig ágætlega gegn Chelsea í fyrri hálfleik í leik liðanna um síðustu helgi en Chelsea tóku öll völd í síðari hálfleik og unnu sannfærandi 3-0 sigur á grönnum sínunm í Lundúnum.

Spurs mætir Wolves í deildarbikarnum á morgun en liðið hefur ekki unnið í síðustu þrem leikjum eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu.

Við vorum mjög stöðugir í upphafi tímabils og þéttir fyrir, fengum ekki á okkur mark þó að margir leikmenn hafi verið fjarri góðu gamni. Við skoruðum ekki mikið en unnum, nú tekst okkur ekki að skora og erum líka að fá á okkur mörk,“ sagði Nuno fyrir leikinn gegn Wolves.

Við þurfum að meta stöðuna, úrslitin og frammistöðurnar eru farnar og jákvæða tilfinningin sömuleiðis. Við þurfum að átta okkur á þessu og ná okkur aftur á strik – stuðningsmennirnir eiga mun, mun betra skilið en frammistöðu okkar á sunnudag.

En ég get sagt það að við erum að leggja hart að okkur og leikmennirnir eru staðráðnir í að spila betur og ástandið á eftir að batna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skagahjartað verður lagt til hliðar – „Á laugardaginn er það Víkingshjartað alla leið“

Skagahjartað verður lagt til hliðar – „Á laugardaginn er það Víkingshjartað alla leið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

„Við höfðum ekki gaman að því að eyðileggja drauma þeirra“

„Við höfðum ekki gaman að því að eyðileggja drauma þeirra“
433Sport
Í gær

Segja að Aron Einar og meintur samverkamaður verði yfirheyrðir í nóvember

Segja að Aron Einar og meintur samverkamaður verði yfirheyrðir í nóvember
433Sport
Í gær

Varpa ljósi á eiginleika sem einkennir bestu knattspyrnuleikmenn í heimi

Varpa ljósi á eiginleika sem einkennir bestu knattspyrnuleikmenn í heimi