fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
433Sport

Ronaldo jafnar markaskorun Sanchez og Di Maria í tveimur leikjum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. september 2021 11:00

Christiano Ronaldo / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham tók á móti Manchester United á London Stadium í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en Benrahma kom West Ham yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum.

Ronaldo jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar en hann var ansi hættulegur í leiknum og ógnaði mikið. Lokamínúturnar í leiknum voru ótrúlegar en Lingard kom gestunum yfir undir lok leiks með frábæru marki en hann var nýkominn inn á. West Ham fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og var Mark Noble skipt inn á til að taka spyrnuna en David de Gea varði spyrnuna og tryggði Manchester United þrjú stig.

Ronaldo var að skora sitt þriðja deildarmark í aðeins tveimur leikjum eftir endurkomu sína. Þessi 36 ára gamli leikmaður virðist enn þá vera í heimsklassa.

Hann hefur í tveimur leikjum skorað jafn mikið og Alexis Sanchez skoraði í 32 leikjum fyrir United í deildinni. Sanchez kom til United í janúar árið 2018 og átti afar erfitt uppdráttar.

Ronaldo hefur einnig jafnað við markaskorun Angel Di Maria sem árið 2014 gekk í raðir United og skoraði aðeins 3 mörk í 27 deildarleikjum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Það var svona sem stuðningsmenn Liverpool stráðu salti í sár Solskjær

Það var svona sem stuðningsmenn Liverpool stráðu salti í sár Solskjær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiður Smári rýnir í stöðuna hjá gömlum félaga: „Held því miður að þetta sé bara búið“

Eiður Smári rýnir í stöðuna hjá gömlum félaga: „Held því miður að þetta sé bara búið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þessi hegðun Solskjær eftir leik vekur mikla athygli

Þessi hegðun Solskjær eftir leik vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Ronaldo í sárum og sendir frá sér yfirlýsingu: „Þetta er okkur að kenna“

Ronaldo í sárum og sendir frá sér yfirlýsingu: „Þetta er okkur að kenna“
433Sport
Í gær

„Það er magnað að vera hluti af þessu liði“

„Það er magnað að vera hluti af þessu liði“
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Barcelona brjálaðir – Ráðist á bíl Koeman eftir tapið gegn Real

Stuðningsmenn Barcelona brjálaðir – Ráðist á bíl Koeman eftir tapið gegn Real
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja á Twitter eftir ótrúlegan fyrri hálfleik í stórleiknum

Þetta hafði þjóðin að segja á Twitter eftir ótrúlegan fyrri hálfleik í stórleiknum
433Sport
Í gær

El Clásico: Real Madrid hafði betur eftir spennandi lokamínútur – Slæmt gengi Barcelona heldur áfram

El Clásico: Real Madrid hafði betur eftir spennandi lokamínútur – Slæmt gengi Barcelona heldur áfram