fbpx
Föstudagur 15.október 2021
433Sport

Ronaldo hafður að háði og spotti eftir að hann flúði heimili sitt

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. september 2021 08:14

Cristiano Ronaldo ásamt kærustu sinni, Georgina Rodriguez.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra fyrrum liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gerir grín að félaga sínum í dag. Ronaldo flúði heimili sitt í Manchester eftir viku dvöl. Forráðamenn United höfðu leigt hús fyrir Ronaldo sem kostar um milljarð. Húsið stendur á stórri eignarlóð en við húsið er stórt land þar sem kindur dvelja.

Við þetta gat Ronaldo ekki sætt sig, hann ákvað því að finna sér nýtt húsnæði.

„Þetta var falleg hús en þetta var nálægt kindum sem voru með mikil læti snemma morguns,“ sagði heimildarmaður enskra blaða.

„Ekki hafa áhyggjur Cristiano, ég er að færa kindur langt í burtu frá heimili þínu. Ég get gert allt,“ skrifar Evra á Instagram og birtir myndband af sér með kindum á hafi úti.

Ronaldo flutti sig því um set í úthverfi Manchester og leigir nú 500 milljóna króna hús sem er með 7 svefnherbergjum. Húsið er í eigu Andy Cole, fyrrum framherja Manchester United.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Við höfðum ekki gaman að því að eyðileggja drauma þeirra“

„Við höfðum ekki gaman að því að eyðileggja drauma þeirra“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að það sé augljóst að eitthvað hafi komið upp á hjá Sterling og Guardiola

Segir að það sé augljóst að eitthvað hafi komið upp á hjá Sterling og Guardiola
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Næstu vikur gífurlega mikilvægar fyrir Solskjær og Manchester United – Leikjaplanið framundan ekki í auðveldari kantinum

Næstu vikur gífurlega mikilvægar fyrir Solskjær og Manchester United – Leikjaplanið framundan ekki í auðveldari kantinum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja að Aron Einar og meintur samverkamaður verði yfirheyrðir í nóvember

Segja að Aron Einar og meintur samverkamaður verði yfirheyrðir í nóvember
433Sport
Í gær

Sextán leikmenn frá Suður-Ameríku gætu misst af leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni

Sextán leikmenn frá Suður-Ameríku gætu misst af leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Meistaradeild kvenna: Real Madrid of sterkt fyrir Blika

Meistaradeild kvenna: Real Madrid of sterkt fyrir Blika