fbpx
Laugardagur 16.október 2021
433Sport

Guardiola neitar að biðjast afsökunar og er klár í að segja upp ef hann er vandamálið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. september 2021 13:18

GEtty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola stjóri Manchester City er brjálaður út í stuðningsmenn félagsins og neitar að biðjast afsökunar. Hann hótar því að segja upp ef hann er vandamál í augum stuðningsmanna. Stuðningsmenn City vilja að Guardiola fari að halda kjafti þegar kemur að því að kvarta undan lélegri mætingu á Ethiad völlinn.

Vandræði Manchester City í að fá fólk á leiki sína heldur áfram og þá sérstaklega í Meistaradeildinni. Liðið vann Leipzig í fyrradag en 17 þúsund auð sæti voru á vellinum. 38 þúsund áhorfendur voru mættir á Ethiad völlinn sem tekur 55 þúsund í sæti. City vann 6-3 sigur og því fékk fólk mikið fyrir peninginn. „Í síðustu þremur heimaleikjum höfum við skorað 16 mörk, ég myndi vilja sjá fleiri mæta á laugardag,“ sagði Guardiola.

City á heimaleik gegn Southampton á laugardag en í minni leikjunum hefur City átt í vandræðum með að fylla kofann. „Við þurfum fólkið, gerið það fyrir mig að mæta. Við verðum þreyttir, ég veit að lið undir stjórn Hasenhuttl eru erfið við að eiga. Þeir eru hættulegir, ég bið því alla um að koma og horfa á leikinn.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guardiola tuðar yfir því hversu illa stuðningsmenn City mæta á völlinn. „Pep er líklega með 300 þúsund pund á viku, hann gæti keypt miða fyrir alla og fyllt sætin ef peningar skipta hann ekki máli. Heldur hann að fólk mæti á völlinn á laugardag út af þessum ummælum?,“ sagði Kevin Parker sem er yfir stuðningsmannaklúbbi City í dag.

Guardiola svaraði þessu á fréttamannafundi í dag. „Hr Parker ætti að endurkoða ummæli sín, ég biðst ekki afsökunar. Ég geri það ekki, ég er hissa á því sem hefur gerst,“ sagði Guardiola.

„Þegar þú spilar í Meistaradeildinni þá er það mjög erfitt, Southampton hafði alla vikuna til að undirbúa sig. Ég bað fólk um að gera hlutina með okkur. Við þurfum þeirra stuðning. Ég var þakklátur fyrir stuðninginn gegn Leipzig. Við þurfum 40-50 þúsund stuðningsmenn á völlinn.“

„Ég vil vera með fólkinu mínu frekar en án þeirra. Ef þið viljið koma þá er það frábært.“

„Við erum það sem við erum, ég þekki söguna. Ég lærði hana, þetta félag var í neðri deildum og ég veit hvað félagið er fyrir stuðningsmennina. Ég vil ekki verða eins og United, Liverpool, Barcelona, Bayern eða Real Madrid. Eins og öll stóru félögin, ekki misstúlka orð mín. Ef ég er vandamál fyrir stuðningsmennina þá stíg ég til hliðar, það er ekkert vandamál fyrir mig.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Watford – Firmino með þrennu

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Watford – Firmino með þrennu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hátt í 5 þúsund miðar seldir á bikarúrslitaleik Víkings og ÍA

Hátt í 5 þúsund miðar seldir á bikarúrslitaleik Víkings og ÍA
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ligue 1: PSG aftur á sigurbraut

Ligue 1: PSG aftur á sigurbraut
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir leikmenn Tottenham með kórónuveiruna – Vonast til að smitin hafi ekki mikil áhrif á leik sunnudagsins

Tveir leikmenn Tottenham með kórónuveiruna – Vonast til að smitin hafi ekki mikil áhrif á leik sunnudagsins
433Sport
Í gær

Telur sig geta fundið veikleika í leik Víkinga – ,,Ætlum okkur að vinna bikarinn“

Telur sig geta fundið veikleika í leik Víkinga – ,,Ætlum okkur að vinna bikarinn“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir að eigendur með djúpa vasa horfi til annarra knattspyrnustjóra

Ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir að eigendur með djúpa vasa horfi til annarra knattspyrnustjóra