fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
433Sport

Evrópudeildin: Leicester glutraði niður forystunni – Özil skoraði

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 20:56

Victor Osimhen skoraði enn og aftur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö leikjum er nýlokið í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

A-riðill

Bröndby 0-0 Sparta Prag

Rangers 0-2 Lyon

Lyon vann Rangers. Leikið var í Skotlandi.

Karl Toko Ekambi kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Á 55. mínútu setti James Tavernier, leikmaður Rangers, boltann í eigið net.

B-riðill

Monaco 1-0 Sturm Graz

Krepin Dieatta skoraði eina mark leiksins í heimasigri Monaco gegn Sturm Graz. Það kom á 66. mínútu.

PSV 2-2 Real Sociedad

PSV og Real Sociedad gerðu jafntefli í markaleik. Leikið var á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Mario Götze kom PSV yfir eftir rúman hálftíma leik. Á 34. mínútu jafnaði Adnan Januzaj fyrir gestina og stuttu síðar var Alexander Isak búinn að snúa leiknum við fyrir þá.

Cody Gakpo jafnaði fyrir PSV á 54. mínútu.

C-riðill

Leicester 2-2 Napoli

Leicester og Napoli gerðu jafntefli þar sem gestirnir frá Ítalíu gerðu vel í að koma til baka.

Ayoze Perez kom heimamönnum yfir á 9. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Harvey Barnes tvöfaldaði forystu Leicester á 64. mínútu. Stuttu síðar minnkaði Victor Osimhen muninn fyrir Napoli. Hann jafnaði leikinn svo með öðru marki sínu á 87. mínútu.

D-riðill

Frankfurt 1-1 Fenerbahce

Mesut Özil kom Fenerbahce yfir gegn Frankfurt á 10. mínútu. Sam Lammers jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé.

Olympicacos 2-1 Royal Antwerp

Olympiacos vann Royal Antwerp á heimavelli.

Youssef El Arabi kom þeim yfir á 52. mínútu. Mbwana Samatta jafnaði metin fyrir gestina á 75. mínútu.

Á 87. mínútu gerði Oleg Reabciuk svo sigurmark Olympiacos.

Jelle Bataille, leikmaður Royal Antwerp, nældi sér í rautt spjald í lok leiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Ævintýri í Breiðholti – Birgir ræðir tímamótasamning

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Ævintýri í Breiðholti – Birgir ræðir tímamótasamning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Ronaldo hefur aldrei átt jafn mikið skilið að vinna gullboltann og í ár“

„Ronaldo hefur aldrei átt jafn mikið skilið að vinna gullboltann og í ár“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leiknismenn horfa til Hannesar – ,,Væri mjög heimskulegt ef við myndum ekki tékka á besta markmanni landsins“

Leiknismenn horfa til Hannesar – ,,Væri mjög heimskulegt ef við myndum ekki tékka á besta markmanni landsins“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Aron Jó fer til Vals – Hafnaði fjölda liða

Aron Jó fer til Vals – Hafnaði fjölda liða