fbpx
Laugardagur 25.september 2021
433Sport

Bróðir Pogba tjáir sig um framtíð hans

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba er sagður skoða það alvarlega að skrifa undir nýjan samning við Manchester United. Ástæðan er sögð vera koma Cristiano Ronaldo og áhrif hans á liðið.

Pogba er 28 ára gamall en samningur hans við United er á enda eftir 10 mánuði. Skrifi Pogba ekki undir er ljóst að hann fer frítt.

The Athletic fjallar um málið og segir að innkoma Ronaldo og 4-1 sigur liðsins á Newcastle hafi haft jákvæð áhrif á Pogba. Hann er sagður skoða það alvarlega að skrifa undir nýjan samning.

Bróðir Pogba segir að málið sé svo ekki svo einfallt. „Hann er sáttur þar sem hann er, þetta er ákvörðun fyrir hann að taka. Við sjáum hvað gerist, hann tekur ákvörðun á réttum tímapunkti,“ sagði Mathias Pogba um stöðu mála.

„Þetta tímabil hefur farið vel af stað, það var mikið talað fyrir tímabilið. Pogba er að spila vel, hann er mjög einbeittur.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Barcelona skoðar að reka Koeman – Klopp á blaði

Barcelona skoðar að reka Koeman – Klopp á blaði
433Sport
Í gær

Laul Lofsyngur meðhöndlunina á máli Kolbeins

Laul Lofsyngur meðhöndlunina á máli Kolbeins