fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Enski boltinn: Liverpool hreppti stigin þrjú gegn Leeds

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 12. september 2021 17:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool og Leeds mættust á Elland Road í Leeds í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Liverpool menn byrjuðu leikinn af krafti og náðu forystunni á 20. mínútu þegar að Mo Salah skoraði hundraðasta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni eftir stoðsendingu frá Trent Alexander-Arnold.

Fabinho kom Liverpool í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks þegar hann potaði boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Pascal Strujik var rekinn af velli í liði Leeds eftir tæklingu á ungstirninu Harvey Elliott. Elliott virtist sárþjáður og var borinn af velli af sjúkraliðum áður en Jordan Henderson kom inn á í hans stað.

Sadio Mané skoraði þriðja mark Liverpool í uppbótartíma og þar við sat.

Liverpool er á toppi deildarinnar ásamt Man Utd og Chelsea með 10 stig eftir 4 leiki. Leeds er í 17. sæti með 4 stig.

Leeds 0 – 3 Liverpool
0-1 Mo Salah (’20)
0-2 Fabinho (’50)
0-3 Sadio Mané (90+2)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“
433Sport
Í gær

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það