fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Enski boltinn: Liverpool hreppti stigin þrjú gegn Leeds

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 12. september 2021 17:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool og Leeds mættust á Elland Road í Leeds í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Liverpool menn byrjuðu leikinn af krafti og náðu forystunni á 20. mínútu þegar að Mo Salah skoraði hundraðasta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni eftir stoðsendingu frá Trent Alexander-Arnold.

Fabinho kom Liverpool í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks þegar hann potaði boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Pascal Strujik var rekinn af velli í liði Leeds eftir tæklingu á ungstirninu Harvey Elliott. Elliott virtist sárþjáður og var borinn af velli af sjúkraliðum áður en Jordan Henderson kom inn á í hans stað.

Sadio Mané skoraði þriðja mark Liverpool í uppbótartíma og þar við sat.

Liverpool er á toppi deildarinnar ásamt Man Utd og Chelsea með 10 stig eftir 4 leiki. Leeds er í 17. sæti með 4 stig.

Leeds 0 – 3 Liverpool
0-1 Mo Salah (’20)
0-2 Fabinho (’50)
0-3 Sadio Mané (90+2)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“