fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Chelsea gefst ekki upp

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 12:30

Romelu Lukaku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea ætlar að gera annað tilboð í framherjann Romelu Lukaku hjá Inter. Ítalska félagið hafnaði fyrsta tilboði þeirra. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá þessu.

Tilboði Chelsea í hinn 28 ára gamla Lukaku upp á 100 milljónir evra var hafnað. Evrópumeistararnir voru einnig tilbúnir til þess að senda bakvörðinn Marcos Alonso til Inter.

Nýtt tilboð mun hjlóða upp á 120 milljónir evra. Di Marzio tekur ekki fram hvort að Alonso verði einnig hluti af því tilboði.

Chelsea vill bæta við sig framherja í heimsklassa. Það er Lukaku klárlega. Belginn skoraði 24 mörk í Serie A á síðustu leiktíð er Inter varð Ítalíumeistari.

Enska félagið gæti boðið Lukaku betri laun en hann er með hjá Inter. Hann þénar um 15 milljónir evra á ári í Mílanó.

Það gæti reynst erfitt fyrir Inter að hafna góðu tilboði í Lukaku þar sem fjárhagur félagsins er ekki á svo góðum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Baldur til nýliðanna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Í gær

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Í gær

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París