fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Þróttur upp fyrir Stjörnuna með sigri – Keflavík með mikilvægan sigur í fallbaráttunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 21:12

Þórdís Elva (lengst til hægri á myndinni) í leik með Fylki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Leikið var í 14. umferð.

Þór/KA 1-0 Tindastóll

Þór/KA tók á móti Tindastól á SaltPay-vellinum á Akureyri. Heimakonur fóru með mikilvægan sigur af hólmi.

Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu.

Í blálokin fékk Shaina Faiena Ashouri tækifæri til að tvöfalda forystu Þór/KA af vítapunktinum en allt kom fyrir ekki.

Það kom þó ekki að sök. Lokatölur 1-0.

Þór/KA er í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig. Tindastóll er á botninum með 11 stig, þó aðeins stigi frá öruggu sæti.

ÍBV 1-2 Keflavík

Keflavík heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja og vann mikilvægan sigur í fallbaráttunni.

Birta Hallgrímsdóttir kom gestunum yfir á 10. mínútu.

Snemma í seinni hálfleik varð Guðný Geirsdóttir, leikmaður ÍBV, fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Keflavík komið í 0-2.

Um stundarfjórðungi síðar fékk Guðný svo að líta rauða spjaldið.

Manni færri tókst Eyjakonum að minnka muninn á 72. mínútu. Þá skoraði Þóra Björg Stefánsdóttir.

Nær komust þær þó ekki. Lokatölur 1-2.

ÍBV er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig. Keflavík er sæti neðar með 12 stig.

Þróttur 2-0 Stjarnan

Þróttur fór upp fyrir Stjörnuna í baráttunni um þriðja sæti með sigri á heimavelli.

Heimakonur komust yfir snemma í seinni hálfleik þegar Guða Kristín Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, gerði sjálfsmark.

Dani Rhodes kom Þrótti í 2-0 þegar tíu mínútur lifðu leiks. Þar við sat.

Þróttur er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig. Stjarnan er sæti neðar með 20 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Í gær

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?
433Sport
Í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær