fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Arnór Borg Guðjohnsen á leið í Víkina

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 08:52

Arnór Borg Guðjohnsen. Mynd: Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Borg Guðjohnsen er á leið í Víking Reykjavík frá Fylki. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Arnór er 20 ára gamall sóknarmaður. Hann hefur verið á mála hjá Fylki frá því í fyrra. Hann kom í Árbæinn frá Swansea. Þar lék Arnór með yngri liðum félagsins.

Það er þó ekki orðið ljóst hvort að Arnór komi til Víkings í glugganum sem nú er opinn. Samningur leikmannsins við Fylki rennur út eftir leiktíðina.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í Dr. Football, greindi frá því að Arnór kæmi í síðasta lagi til Víkings á frjálsri sölu í haust, takist þeim ekki að landa honum í þessum mánuði.

Arnór er hálfbróðir Eiðs Smára Guðjohnsen, eins allra besta leikmanns Íslandssögunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni