fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
433Sport

Sassuolo komið langt í viðræðum við félag utan Ítalíu – Er Locatelli á leið til Arsenal?

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 19:00

Manuel Locatelli (til hægri). Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Sassuolo, Giovanni Carnevali, sagði við Sky Italia að félagið væri komið langt í viðræðum við félag utan Ítalíu vegna miðjumannsins Manuel Locatelli.

Locatelli hefur átt flott Evrópumót með ítalska landsliðinu og hefur í kjölfarið verið orðaður við stærri lið.

Arsenal og Juventus hafa helst verið nefnd til sögunnar. Hingað til hefur þó þótt líklegast að Locatelli endi hjá Juve.

Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki, miðað við hvað Carnevali segir.

,,Við erum í viðræðum um Locatelli við erlent félag, þær eru komnar mjög langt,“ sagði formaðurinn.

Hvort að um Arsenal sé að ræða er ekki á hreinu. Það er hins vegar það félag utan Ítalíu sem Locatelli hefur mest verið orðaður við.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkona Rooney stendur með honum þrátt fyrir hneyksli helgarinnar – Telur hann vera fórnarlamb

Eiginkona Rooney stendur með honum þrátt fyrir hneyksli helgarinnar – Telur hann vera fórnarlamb
PressanSport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tottenham staðfestir brottför Alderweireld

Tottenham staðfestir brottför Alderweireld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mikil ánægja með nýjan framherja Fjölnis – ,,Minnir mig pínulítið á Dimitar Berbatov“

Mikil ánægja með nýjan framherja Fjölnis – ,,Minnir mig pínulítið á Dimitar Berbatov“
433Sport
Í gær

Lengjudeild kvenna: Stórsigur FH – Grindavík úr fallsæti

Lengjudeild kvenna: Stórsigur FH – Grindavík úr fallsæti
433Sport
Í gær

Eto’o móðgaður yfir spurningu blaðamanns – „Messi spilaði með mér, ég spilaði ekki með Messi”

Eto’o móðgaður yfir spurningu blaðamanns – „Messi spilaði með mér, ég spilaði ekki með Messi”