fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Gunnar vill sjá lífið fara í eðlilegt horf en segir ,,heilaþvottinn mikinn“ – ,,Reyna að meta veiruna meira eins og flensu, sem þetta er“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 08:00

Gunnar Birgisson og Anton Ari Einarsson. Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta er kannski bara raunveruleikinn sem við erum að fara að horfa á núna, það er verið að fara að slíta þetta mót bara í einhverjar tætlur. Það verður kannski erfitt að setja þetta í samhengi því það verður ekki verið að spila heilar umferðir,“ sagði Elvar Geir Magnússon í hlaðvarpsþættinum Innkastið á Fótbolta.net fyrr í vikunni. Þarna vísaði hann í það að mörgum leikjum á Íslandi gæti þurft að fresta á næstunni vegna kórónuveirusmita í herbúðum félaga.

Smit hafa til að mynda komið upp hjá kvennaliði Fylkis og karlaliðum Kórdrengja og Víkings Ólafsvík. Leikjum þessara liða hefur því þurft að fresta með tilheyrandi röskun á leikjadagskrá.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV og sérfræðingur í Innkastinu, hefur fengið sig fullsaddann af því hversu mikil áhrif kórónuveiran hefur á daglegt líf landsmanna.

,,Mér finnst bara skrýtið að við getum ekki fundið einhvern flöt á því að láta lífið rúlla sinn vanagang þó einhverjir veikist eða eitthvað slíkt. En heilaþvotturinn virðist vera orðinn það mikill að maður getur ekki lengur farið niður og á bensínstöð og tekið bensín og fengið sér kannski einn Nocco með því án þess að þurfa að troða upp grímunni. Það á víst að vera einhver samfélagsleg ábyrgð.“

Gunnar segist hingað til hafa verið fylgjandi öllum sóttvarnaraðgerðum. Nú virðist þó sem svo að hann vilji snúa baki við þeim.

,,Þetta er orðið frekar farsakennt og eins og ég hef verið mikið á bakvið allar sóttvarnaraðgerðir hingað til, við erum nokkurn veginn eina landið sem er að taka svona hart á þessu og herða aðgerðir og annað slíkt. Það eru eiginlega fleiri þjóðir í svona afléttingarfasa og reyna kannski að meta veiruna meira einhvern veginn eins og flensu, sem þetta er, í raun og veru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“
433Sport
Í gær

Bakslag hjá mikilvægum leikmanni Arsenal

Bakslag hjá mikilvægum leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist