fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Rooney gæti fengið leikmann frá Manchester United

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 13:13

Wayne Rooney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun stjórnarferil síns. Hann tók yfir sem þjálfari Derby County í nóvember í fyrra en Hrútarnir hafa ekki keypt einn einasta leikmann á tímabilinu.

Það er vegna þess að liðið var sett í kaupbann og getur einungis notað leikmenn sem eru þegar samningsbundnir liðinu. Rooney hefur stundum þurft að vinna með fáum leikmönnum í senn. Fjölmargir leikmenn sem eru að æfa með félaginu léku gegn Manchester Utd í vináttuleik liðanna um síðustu helgi, þar á meðal Ravel Morrison og Phil Jagielka.

Hins vegar þurfa leikmenn að vera á samningi hjá félaginu til að geta spilað keppnisleiki á næsta tímabili. Rooney sagði eftir leikinn gegn United að það væri erfitt að sinna starfinu með svona miklar takmarkanir á félagsskiptamarkaðnum.

Þetta er áskorun. Þetta er ekki ákjósanlegt og ég er meðvitaður um vandamálið og er að leita lausna. Ég fæ ekki það sem ég þarf á að halda en reyni bara að einbeita mér að leikmönnunum. Ég er ekki 100% á því hvað er að gerast með eigendurna, svo ég þarf bara að einbeita mér að fótboltanum. En eitthvað verður að gerast. Svo mikið er víst.

Rooney viðurkenndi að hann langaði að fá Teden Mengi, varnarmann Man Utd aftur á láni.

Teden var frábær hjá okkur á síðasta tímabili,“ sagði stjórinn. „Ég held hann hafi verið að bæta sig áður en hann meiddist undir lokin. Ég get ekkert gert eins og er, ég get enn ekki fengið leikmenn á láni. Ég held að Teden viti það, og Manchester United veit að ég hef áhuga á honum. En því miður er ekkert hægt að gera.

Nýjar reglur EFL segja að þeir leikmenn sem eru án félags geta einungis hlotið eins árs samning, en leikmenn geta fengist á láni í sex mánuði. Þetta þýðir að Mengi gæti gengið til liðs við Derby ef United leyfa honum að fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Í gær

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun
433Sport
Í gær

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn
433Sport
Í gær

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“