fbpx
Mánudagur 12.janúar 2026
433Sport

Arsenal nálgast kaup á Tammy Abraham

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 14:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er nálægt því að klófesta Tammy Abraham, leikmann Chelsea. Framherjinn hefur átt erfitt uppdráttar í stjórnartíð Thomas Tuchel og er líklegur til að yfirgefa félagið í sumar. Fjölmörg lið í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt honum áhuga, meðal annars Tottenham og West Ham.

Hið síðarnefnda vill þó ekki borga kaupverðið sem er sagt vera meira en 30 milljónir punda. Abraham er neðarlega í goggunarröðinni hjá Chelsea og þarf að fara frá félaginu ef hann vill spila fleiri mínútur. Heimildir The Sun herma að Chelsea sé tilbúið að leyfa honum að fara á láni til Arsenal, ef að ákvæði er í samningnum að Arsenal séu skyldugir til að kaupa hann á 40 milljónir punda.

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, er að reyna að losa sig við marga leikmenn liðsins, og gæti leyft kaup á Eddie Nketiah og Alexander Lacazette, sem myndi skilja eftir einungis einn framherja í liðinu.

Abraham komst stundum ekki í hóp hjá Chelsea og Tuchel hefur áður talað um sparleg not sín á leikmanninum.

Ég get einungis dæmt það sem ég sé. Ég sá kláran, sjálfstraustan strák, sem býr yfir miklum hæfileikum,“ sagði hann í apríl.

En það er ómögulegt að gera miklar breytingar á liði sem er að raða inn góðum úrslitum. Það er ekki rökrétt fyrir mér. Hann var ekki til taks í nokkrar vikur, svo nú er ekki rétti tíminn til að breyta mikið til? Ef þú skoðar tölfræðina sérðu að hann er efstur á markalistanum hjá okkur. En ef þú skoðar tölfræðina síðan við komum, þá segir hún aðra sögu.“

Tuchel vill bæta við öðrum framherja á næstu vikum og Erling Haaland hefur verið orðaður við félagið. Tuchel hélt sig við Timo Werner þrátt fyrir markaþurrðina í fyrra, en tefldi líka fram falskri níu. Olivier Giroud fór til AC Milan á dögunum sem þýðir að það vantar annan framherja í liðið. Harry Kane er annar möguleiki þar sem hann hefur lýst yfir ósk sinni að fara frá Tottenham en það er ólíklegt að Spurs selji hann til erkifjenda sinna. Romelu Lukaku er líka á listanum hjá Chelsea eftir frábærar frammistöður hjá Inter Milan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Munu Hollywood stjörnurnar semja við Jesse Lingard?

Munu Hollywood stjörnurnar semja við Jesse Lingard?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“