fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Solskjaer hvetur menn sína til að byrja tímabilið af krafti

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 19. júlí 2021 13:00

Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjaer hvetur menn sína í Manchester United til að byrja næsta tímabil af krafti. United tapaði þremur af fyrstu sex leikjum sínum á síðasta tímabili og Solskjaer veit að liðið má ekki við því að dragast aftur úr á nýju tímabili.

United menn hófu undirbúningstímabilið með 2-1 sigri á Derby í gær og Solskjaer gaf til kynna að hann ætlaði sér að tefla fram sterkum liðum í næstkomandi vináttuleikjum áður en tímabilið hefst á heimavelli gegn Leeds þann 14. ágúst. „Ungu strákarnir fá örugglega að spila færri mínútur – þannig er það bara. Við þurfum að byrja betur en á síðasta tímabili. Við byrjuðum illa og nú þurfum við að gera þetta upp á nýtt,“ sagði Norðmaðurinn í viðtali á heimasíðu klúbbsins.

„Ég held það sé meiri samkeppni í deildinni en það var. Þegar ég var leikmaður þá var maður kannski að keppa við eitt lið um titilinn, svo það er að sjálfsögðu mikilvægt að vera í baráttunni eftir fyrstu sex, sjö leikina. Maður vinnur ekki deildina í fyrstu sex, sjö leikjunum en maður getur misst tækifærið á að vinna hana.“

United endaði í 2. sæti í fyrra, 12 stigum á eftir meisturum í Manchester City.

Solskjaer veit að Liverpool, sem voru meistarar fyrir tveimur árum verða í baráttunni sem og Evrópumeistarar Chelsea. Kaupin á Jadon Sanco frá Borussia Dortmund ættu að hjálpa United að krækja í titla en þeir hafa ekki verið Englandsmeistarar síðan að Alex Ferguson var við stjórnvölinn.

Þeir þurfa einnig á varnarmönnum að halda til að styrkja sig í öftustu línu. Eftir að United mæta Leeds eiga þeir leiki gegn Southampton, Wolves, Newcastle, West Ham, og Aston Villa.

Það er ekki hægt að kalla þetta auðvelda leiki en samt sem áður tækifæri fyrir United að komast á skrið áður en þeir mæta liðum á borð við Leicester, Liverpool, Tottenham, Manchester City, Chelsea og Arsenal í október og nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Í gær

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun
433Sport
Í gær

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí