fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
433Sport

Juventus vill skipta við PSG á Ronaldo og Icardi

Helga Katrín Jónsdóttir
Mánudaginn 19. júlí 2021 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus ætlar hugsanlega að bjóða Cristiano Ronaldo til PSG og fá Mauro Icardi í staðinn frá franska félaginu.
Ronaldo á eitt ár eftir af samningi við ítalska stórveldið og er framtíð hans í óvissu þar sem Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, vill gera stórar breytingar á leikmannahópnum fyrir komandi leiktíð eftir slakt síðasta tímabil.

Samkvæmt L´Equipe vill Juventus fá Mauro Icardi og ætla að bjóða Ronaldo til PSG í staðinn. Talið er að það sé klásúla í samningi Icardi við PSG þar sem klúbburinn þarf að borga Inter Milan um 12 milljónir evra ef þeir selja hann til ítalsks félags.

PSG er talið hafa áhuga á þessum skiptum þar sem félagið þráir að vinna Meistaradeild Evrópu og það er eitthvað sem Ronaldo hefur gert oft áður.

Ronaldo setti inn mynd á Instagram í gær sem vakti athygli og umræðu um framtíð hans en hann skrifaði undir myndina „ákvörðunardagur“. Aðdáendur kappans hafa velt því fyrir sér hvort hann sé að tala um þessi hugsanlegu félagsskipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Minamino skoraði eftir hælsendingu frá Salah – sjáðu markið

Minamino skoraði eftir hælsendingu frá Salah – sjáðu markið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lengjudeild karla: Þróttur R. klórar í bakkann eftir sigur á Selfyssingum

Lengjudeild karla: Þróttur R. klórar í bakkann eftir sigur á Selfyssingum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sambandsdeildin: Aberdeen áfram eftir sigur á BK Hacken – Mætir Breiðablik í næstu umferð

Sambandsdeildin: Aberdeen áfram eftir sigur á BK Hacken – Mætir Breiðablik í næstu umferð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sambandsdeildin: FH úr leik

Sambandsdeildin: FH úr leik
433Sport
Í gær

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“
433Sport
Í gær

Arnór sagður á leið til Ítalíu

Arnór sagður á leið til Ítalíu
433Sport
Í gær

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“
433Sport
Í gær

Væn fjárhæð fer í Kópavoginn ef Blikar sigra í kvöld – Þetta er upphæðin

Væn fjárhæð fer í Kópavoginn ef Blikar sigra í kvöld – Þetta er upphæðin