fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Trippier kjaftar í vini sína – Vill fara til United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. júní 2021 09:37

Kieran Trippier á æfingu enska landsliðsins ásamt Jadon Sancho. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kieran Trippier hefur tjáð leikmönnum enska landsliðsins að hann vilji ganga í raðir Manchester United í sumar. Frá þessu segja ensk blöð.

Samkvæmt The Athletic er Trippier, hægri bakvörður Atletico Madrid, farinn að skoða húsnæði nálægt Old Trafford í Manchester. Manchester United er sagt vilja fá inn bakvörð til þess að veita Aaron Wan-Bissaka samkeppni.

Trippier, sem er þrítugur, hefur staðið sig vel á Spáni og leikið 68 leiki með Atletico. Hann varð spænskur meistari með liðinu á dögunum. Hann er hluti af enska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið á næstu dögum. Sjálfur hefur leikmaðurinn áhuga á að fara aftur til Englands. Hann lék með Tottenham þar til hann fór til Atletico árið 2019.

Man Utd gæti fengið leikmanninn fyrir um 10 milljónir punda. Atletico vill fá pening í kassann vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á félagið.

Trippier hefur ekki farið í felur með áhuga sinn á að ganga í raðir United en hann ólst upp við að styðja félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist