fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Freyr fór í sitt fyrsta viðtal í Danmörku: Líkti Lyngby við Leikni – Ætlar að spila sóknarbolta

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 18:58

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson fór í sitt fyrsta viðtal við heimasíðu Lyngby í Danmörku í dag eftir að hafa tekið formlega við sem stjóri liðins. Hann segir markmiðið fyrir næstu leiktíð vera að spila sóknarbolta og að koma liðinu aftur upp í efstu deild.

Freyr sagði í viðtalinu að metnaður félagsins og fólkið sem hann hafi hitt hafi sannfært hann um að taka við starfinu.

,,Metnaðurinn og ástríðan í félaginu er það sem fékk mig til að segja já við Lyngby. Í öllum samtölunum sem ég hef tekið hérna hef ég hitt fólk sem hefur ástríðu fyrir félaginu. Eigendurnir myndu gera hvað sem er fyrir félagið og það var mér hvatning. Ég hlakka til að verða partur af félaginu og verkefninu.“ 

Breiðhyltingurinn sagði einnig að leikstíll liðsins henti sér mjög vel.

,,Þeir spila nákvæmlega þann fótbolta sem ég vil spila. Sem þjálfari vil ég að orkustigið sé hátt og að leikmenn sýni ástríðu. Við þurfum að sækja og hafa sjálfstraust.“

Lyngby féll úr efstu deild niður í B-deild í vor. Markmiðið er skýrt, að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu.

,,Ég held að allir í liðinu og starfsliðinu viti að Lyngby vill fara í efstu deild á nýjan leik. Við þurfum að passa okkur á því að það verður erfitt að komast þangað en við þurfum að njóta tímabilsins, sem verður langt. Markmiðið okkar er þó að fara upp.“

Fyrsta starf Freys sem aðalþjálfari í karlaflokki var er hann stýrði Leikni Reykjavík á árunum 2013 til 2015. Hann kom liðinu upp í efstu deild. Freyr segir að líkindi megi finna með Leikni og Lyngby þegar kemur að samfélaginu og fólkinu í kringum liðið.

,,Það var frábært að vera þar. Ég ólst þar upp. Eftir að ferli mínum lauk er ég var 27 ára fór ég að þjálfa hjá Val en kom svo til baka í Leikni sem var í næstefstu deild. Við höfðum nánast ekkert fjármagn en ég var með frábært starfsfólk. Við vorum ekki svo margir, þrír. Ég, einn annar og svo markmannsþjálfari sem var besti vinur minn. Við unnum hart að okkur og komumst í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Frey í heild sinni. Þess má þó geta að það fór fram á dönsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði