fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 20:40

Andros Townsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andros Townsend, leikmaður Crystal Palace, vill sjá fjölmiðla og stuðningsmenn á Englandi styðja við bakið á landsliðinu sínu í stað þess að kvarta og kveina.

Enskir fjölmiðlar geta verið ansi harðir við landslið sitt og verið fljótir að snúa baki við þeim þegar illa gengur. Í kjölfarið fylgir almenningur oft með.

Á HM 2018 var þó annað uppi á teningnum. Almenn samheldni virtist ríkja á Englandi. Á EM sem nú stendur yfir virðist fólk hafa farið í gamla farið að miklu leiti. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, er til að mynda mikið gagnrýndur fyrir liðsval. Þá hefur sóknarleikur liðsins ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir.

Townsend vill sjá það sama uppi á teningnum á meðan EM stendur yfir og var á HM fyrir þremur árum.

,,Árið 2018 studdu fjölmiðlar og stuðningsmenn við bakið á liðinu og við komumst í undanúrslit vegna þess! Það var ótrúlegt sumar. Reynum að endurskapa það! Standið við bakið á strákunum og gerum þjóðina stolta,“ sagði Townsend við talkSPORT. 

England er í góðum málum í D-riðli Evrópumótsins. Þeir eru með 4 stig, ásamt Tékkum, fyrir lokaumferðina. Króatar og Skotar eru með 1 stig. England og Tékkland mætast innbyrðis á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool
433Sport
Í gær

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við