fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Staðfesta að búið sé að segja Loga upp störfum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. júní 2021 11:26

Logi Ólafsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH hefur staðfest að Logi Ólafsson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins. Samkvæmt heimildum 433.is tekur Ólafur Jóhanneson við.

FH tapaði 4-0 gegn Breiðabliki í gær í efstu deild karla. FH hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu fimm leikjum og eru líkur á því að Logi verði látinn fara. Logi tók við liðinu í vetur þegar Eiður Smári Guðjohnsen hætti störfum til að taka við landsliðinu, saman höfðu þeir stýrt liðinu á síðustu leiktíð en Logi ætlaði að stíga til hliðar.

Ólafur lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar síðasta haust en hann hafði starfað hjá félaginu í eitt tímabil. Áður var hann þjálfari Vals þar sem hann fjóra titla á fjórum árum áður en félagið lét hann fara haustið 2019.

Ólafur var fyrst þjálfari FH árið 1988 til ársins 1990, hann tók aftur við þjálfun liðsins árið 1995. Hann kom svo aftur árið 2003 og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2004, 2005 og 2006, hann lét af störfum árið 2007 og tók við íslenska landsliðinu.

Ef Ólafur tekur við starfinu verður þetta því í fjórða sinn sem Ólafur tekur við FH.

Tilkynning:
FH og Logi Ólafsson haf komist að sameiginlegri niðurstöðu um starfslok Loga hjá FH. Logi tók við FH liðinu um mitt síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði liðið í 2. sæti deildarinnar ásamt því að komast í undanúrslit bikarkeppninnar. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar honum vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Í gær

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“
433Sport
Í gær

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“