fbpx
Sunnudagur 01.ágúst 2021
433Sport

Pepsi-Max: Mikilvægur sigur Valsmanna í skemmtilegum leik – Þrjú vítaklúður

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 17:53

. Mynd: Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA tók á móti Val í 10. umferð Pepsi-Max deildar karla á Dalvíkurvelli. Leiknum lauk með 0-1 sigri Íslandsmeistara Vals.

Leikurinn var nokkuð opinn og skemmtilegur og fengu bæði lið sín tækifæri.

Á 44. mínútu fengu heimamenn víti þegar Hedlund braut á Elfari. Jonathan Hendrickx fór á punktinn en lét Hannes verja frá sér. Enn eitt vítið sem KA klúðrar í sumar.

Valsmenn fengu víti á 74. mínútu þegar Stubbur braut á Sigurði. Patrick Pedersen fór á punktinn og lét einnig verja frá sér. Annað vítaklúðrið í leiknum. Patrick Pedersen bætti þó fyrir vítaklúðrið stuttu síðar er hann kom Valsmönnum yfir eftir stoðsendingu frá Hauki.

KA fékk aðra vítaspyrnu á 80. mínútu þegar Rasmus braut á Rodrigo Gomes. Sebastian Brebels tók spyrnuna og skaut í slána og út. Fjórða vítaspyrnan sem KA klúðrar í röð.

Valur heldur því toppsætinu með 23 stig. KA er í 3. sæti með 16 stig og eiga 2 leiki til góða.

KA 0 – 1 Valur
0-1 Patrick Pedersen (´77)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Settu saman lið leikmanna sem gætu farið í sumar – Stór nöfn á lista

Settu saman lið leikmanna sem gætu farið í sumar – Stór nöfn á lista
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fulltrúar Saul fá leyfi til að ræða við Man Utd og Liverpool

Fulltrúar Saul fá leyfi til að ræða við Man Utd og Liverpool
433Sport
Í gær

Munu erkifjendur slást um Lautaro Martinez?

Munu erkifjendur slást um Lautaro Martinez?
433Sport
Í gær

Lengjudeild karla: Mikilvægur sigur Eyjamanna gegn tíu leikmönnum Aftureldingar – Bjarni Ólafur kom við sögu

Lengjudeild karla: Mikilvægur sigur Eyjamanna gegn tíu leikmönnum Aftureldingar – Bjarni Ólafur kom við sögu
433Sport
Í gær

Carragher segir stuðningsmönnum Liverpool að stíga varlega til jarðar

Carragher segir stuðningsmönnum Liverpool að stíga varlega til jarðar
433Sport
Í gær

Real ætlar að bjóða Mbappe svakalegan samning með einu skilyrði

Real ætlar að bjóða Mbappe svakalegan samning með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Rómantískt frí knattspyrnustjörnu og kærustunnar á Maldíveyjum – Bað hennar á ströndinni

Sjáðu myndirnar: Rómantískt frí knattspyrnustjörnu og kærustunnar á Maldíveyjum – Bað hennar á ströndinni
433Sport
Í gær

Sjáðu markið sem UEFA valdi það besta á tímabilinu

Sjáðu markið sem UEFA valdi það besta á tímabilinu