fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Þetta eru stórliðin sem hafa reynt að næla í Viðar Örn Kjartansson: Tefldi og svaraði spurningum í Chess After Dark

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 12:58

Viðar Örn Kjartansson. Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn dáði, Viðar Örn Kjartansson, var gestur hjá drengjunum í Chess After Dark í vikunni, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karl Sigurðssyni. Þar sat Viðar Örn, sem er nokkuð glúrinn skákmaður, og svaraði spurningum áhorfenda og á meðan hann glímdi við áskoranir frá þeim á skákborðinu.

Einn áhorfandi spurði Viðar Örn hver hafi verið stærstu liðin sem reyndu að fá íslenska landsliðsmanninn til liðs við sig.
Viðar Örn taldi þá upp nokkur athyglisverð lið eins og rússneska stórliðið Zenit Petersburg, þýska liðið Stuttgart þar sem íslenskir leikmenn hafa gert garðinn frægan sem og franska stórliðið Bordeaux.

„Það er eitt að hafa áhuga og annað að koma þessu öllu í gang. Ég er að meina lið sem að komu með tilboð,“ sagði framherjinn, sem greinilega mátti þó hafa sig alla við að halda uppi samræðum á meðan hann varðist ágengum sóknartilburðum andstæðingsins á skákborðinu.
Fleira áhugavert kom fram í þættinum en Viðar Örn sagðist vera opinn fyrir því að enda knattspyrnuferilinn á Íslandi.

„Ég kem til Íslands og spila ef skrokkurinn verður í fínu lagi,“ sagði Viðar Örn. Aðspurður hversu gamall hann væri sagði framherjinn léttur: „Ég er 31 árs en lít út fyrir að vera yngri. Ég veit það alveg.“

Viðar Örn spilar nú með norska liðinu Vålerenga en þar gerði hann garðinn frægan árið 2014 þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann hefur átt óvenju litríkan feril og spilað fyrir lið á borð við Maccabi Tel Aviv, FC Rostov, Rubin Kazan og Yeni Malatyaspor svo einhver séu nefnd.

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Í gær

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða