fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Sjáðu þegar Kjartan Henry stal marki Flóka

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 11:30

Kjartan Henry í leik með Horsens / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR-ingar mættu Leiknismönnum í Breiðholtinu í gær. KR sigraði leikinn með tveimur mörkum gegn engu en seinna mark KR vakti mikla athygli.

Þá vippaði Kristján Flóki Finnbogason boltanum yfir Guy Smit í marki Leiknis og stefndi boltinn í netið. Þá mætti Kjartan Henry Finnbogason og potaði boltanum yfir línuna og fær markið þar af leiðandi skráð á sig.

Þetta var annað mark Kjartans á tímabilinu en Flóki þarf að bíða ögn lengur eftir sínu fyrsta marki.

„Hahaha sjá Kjartan þarna! Stelur markinu af (Kristjáni) Flóka (Finnbogasyni). Þetta er markagræðgi! Ægir með frábæra sendingu inn á Flóka sem klárar listilega með vippu en Kjartan gráðugur á línunni og á síðustu snertingu!! Spurning með rangstöðu samt á Kjartan??“ var skrifað í textalýsingu fotbolti.net í gær. 

Markið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar