fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Segir Liverpool hafa gert stór mistök

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. júní 2021 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville telur að Liverpool hafi gert stór mistök þegar félagið ákvað að ganga ekki til samninga við Georgino Wijnaldum sem hefur yfirgefið félagið. Wijnaldum fór frítt frá Liverpool en hann og félagið náðu ekki saman um kaup og kjör.

Wijnaldum var öflugur í sigri Hollands á Úkraínu í gær en hann hefur gengið frá þriggja ára samningi við PSG í Frakklandi.

„Hann hefur ekki fengið það lof sem hann á skilið. Fólk er alltaf að tala um frábæru leikmennina hjá Liverpool og tala ekki oft um hann,“ sagði Neville sem var sérfræðingur ITV yfir leik Hollands og Úkraínu þar sem Holland vann 3-2 sigur.

„Ég held að Liverpool muni sakna hans mikið á næstu leiktíð, það verður erfitt að fylla hans skarð. Hann er einn af þeim sem heldur vélinni gangandi.“

„Þú horfir á hann spila og heldur að hann sé ekki svo mikilvægur, ég held að liðsfélagar hans skilji mikilvægi hans. Hann fer yfir stórt svæði á vellinum. Hann gerir hlutina á einfaldan hátt, hann er ekki eigingjarn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Í gær

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið