fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Útskýrir hvers vegna hann stakk Börsunga í bakið og tók U-beygju til Parísar

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gini Wijnaldum hefur gefið útskýringu á því af hverju hann hætti við að fara til Barcelona á síðustu stundu til þess að ganga til liðs við Paris Saint-Germain.

Samningur Wijnaldum við Liverpool rann út á dögunum en það var löngu ljóst að hann yrði ekki endurnýjaður.

Það leit allt út fyrir að Hollendingurinn færi til Barcelona. Það er meira að segja talað um að læknisskoðun hafi verið skipulögð af hálfu Katalóníustórveldisins.

Allt kom þó fyrir ekki. Wijnaldum tók U-beygju til höfuðborgar Parísar og samdi við PSG. Hann segir ákvörðinina hafa verið erfiða.

,,Þetta var erfitt því ég hafði verið í viðræðum við Barcelona í nokkar vikur. Við komumst ekki að lokaniðurstöðu og PSG stóð sig aðeins betur í að taka lokaákvörðunina. Verkefnið hjá PSG heillaði mig. Þetta var erfitt val ef ég á að vera hreinskilinn. Ég hélt líka að ég færi til Barcelona en við náðum ekki að semja og þá var ég ákveðinn í því að semja við PSG,“ sagði leikmaðurinn.

Það hefur verið rætt og ritað um það að launin sem hafi verið í boði hjá PSG hafi verið tæplega helmingi hærri en þau sem honum bauðst hjá Barcelona. Dæmi þó hver fyrir sig um það hvað fékk Wijnaldum til að hoppa yfir til Parísar á síðustu stundu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi