fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
433Sport

Var alls ekki sáttur með útsendinguna frá atburðarásinni skelfilegu – ,,Hún er bara galin“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson gagnrýndi þá sem sáu um útsendingu frá leik Dana og Finna á Evrópumótinu í dag. Hann sagði að of mikið hafi verið sýnt frá því sem fór fram á vellinum í kjölfar þess að Christian Eriksen hneig niður á vellinum.

Staðan var markalaus á 40. mínútu þegar mjög drungalegt atvik kom upp. Eriksen hneig niður og það þurfti að beita skyndihjálp. Það var lítið um að vera þegar Eriksen féll til jarðar og fljótt kom í ljós að um eitthvað alvarlegt væri að ræða. Sjúkrastarfsmenn mættu á staðinn og beittu hjartahnoði. Það kom svo í ljós síðar, til mikillar hamingju, að Eriksen væri vaknaður eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Eftir atvikið gátu áhorfendur sem horfðu á leikinn í sjónvarpi fylgst lengi með þessari óhugnanlegu atburðarás.

,,Maður verður að velta fyrir sér myndstjórninni frá þessu Evrópumóti. Hún er bara galin. Það var mikið sýnt, konan hans kom þarna inn og það var hrikalegt að horfa á þetta,“ sagði Máni í þættinum ,,EM í dag“ á Stöð 2 Sport.

Máni hrósaði Guðmundi Benediktssyni einnig fyrir það hversu fagmannlegur hann var í útsendingunni á þessum erfiðu augnablikum. Guðmundur lýsti leiknum.

Þorkell Máni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu svakalegt mark Rúnars í Meistaradeildinni í gær

Sjáðu svakalegt mark Rúnars í Meistaradeildinni í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“
433Sport
Í gær

Sjáðu stórkostlegt mark Andreas Pereira í kvöld – Líkt við Scholes

Sjáðu stórkostlegt mark Andreas Pereira í kvöld – Líkt við Scholes
433Sport
Í gær

Midtjylland hafði betur gegn Celtic – Tvö önnur Íslendingalið áfram

Midtjylland hafði betur gegn Celtic – Tvö önnur Íslendingalið áfram
433Sport
Í gær

Telur að Varane geti átt erfitt í ensku deildinni – „Hann er vanur að spila 8 erfiða leiki á tímabili”

Telur að Varane geti átt erfitt í ensku deildinni – „Hann er vanur að spila 8 erfiða leiki á tímabili”
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Chelsea vilja að Drinkwater fái tækifæri á tímabilinu

Stuðningsmenn Chelsea vilja að Drinkwater fái tækifæri á tímabilinu