fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

KSÍ staðfestir að mál Eiðs Smára sé til skoðunar

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 13:05

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusambands Íslands hefur gefið út stutta yfirlýsingu um mál Eiðs Smára Guðjohnsen í miðbæ Reykjavíkur í gær.

Eins og fram kom fyrr í dag birtist myndband af Eiði Smára mjög ölvuðum þar sem hann kastaði af sér þvagi á Ingólfstorgi.

Starf Eiðs er sagt á bláþræði vegna athæfisins. Sagt er að KSÍ muni setja Eiði Smára tvo kosti, að fara í meðferð eða missa starfið.

KSÍ staðfestir að þeir séu með málið til skoðunnar. ,,Við vitum af málinu, erum að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref og munum upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri, er á meðal þess sem stendur í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild hér fyrir neðan.

Eiður Smári er einn allra besti íþróttamaður í sögu Íslands, ferill hans náði hámarki frá 2000 til 2009 þegar hann var í herbúðum Chelsea og Barcelona. Hann lék 88 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 26 mörk. Eftir að ferlinum lauk fór Eiður í smá pásu frá fótbolta en var ráðinn aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í upphafi árs 2019.

Hann og Arnar Þór náðu frábærum árangri með U21 árs liðið áður en þeir tóku svo saman við A-landsliðinu undir lok síðasta árs. Síðasta sumar var Eiður Smári þjálfari FH en hann sagði starfinu lausu þegar honum bauðst að gerast aðstoðarþjálfari Arnars Þórs hjá U21 árs landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu