fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026
433Sport

Real Madrid og Sevilla skildu jöfn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 21:54

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Sevilla í spænsku La Liga í kvöld. Lærisveinum Zinedine Zidane mistókst að landa 3 stigum í toppbaráttunni.

Karim Benzema kom boltanum í netið snemma leiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun í VAR.

Það voru gestirnir sem komust yfir með marki Ivan Rakitic um miðbik fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 0-1.

Marco Asensio jafnaði metin fyrir Real á 67. mínútu. Aðeins um tíu mínútum síðar var Rakitic þó búinn að koma Sevilla aftur yfir með marki úr vítaspyrnu. Það leit allt út fyrir sigur gestanna þegar Diego Carlos varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark á fjórðu mínútu uppbótartímans. Lokatölur urðu 2-2.

Real Madrid er í öðru sæti með 75 stig, jafnmörg og Barcelona. Þau eru 2 stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Sevilla er í fjórða sæti með 71 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Safnaði rúmum 50 milljónum fyrir börn með því að selja merkilega safngripi sína

Safnaði rúmum 50 milljónum fyrir börn með því að selja merkilega safngripi sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Talað um að Adam Ægir gæti farið til Sigga Ragga í Færeyjum

Talað um að Adam Ægir gæti farið til Sigga Ragga í Færeyjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja kröfur Sterling þannig að þeir eigi líklega ekki séns

Segja kröfur Sterling þannig að þeir eigi líklega ekki séns
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ríkisstjórnin staðfestir að barir hafi leyfi til að vera opnir lengur

Ríkisstjórnin staðfestir að barir hafi leyfi til að vera opnir lengur