fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Komast Blikar á blað gegn nýliðunum? – Arnar Gunnlaugs mætir með sína menn á Skagann

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 8. maí 2021 10:00

ÍA tapaði gegn Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi Max-deild karla er komin á fulla ferð og því ber að fagna. Þrír leikir fara fram í kvöld í 2. umferð leiktíðarinnar.

Breiðablik, sem olli vissum vonbrigðum gegn KR í fyrstu umferð er þeir töpuðu 0-2, heimsækja nýliða Leiknis. Þeir síðastnefndu náðu í sterkt stig á útivelli gegn Stjörnunni í fyrsta leik. Það er ljóst Blikar þurfa nauðsynlega á sigrinum að halda í kvöld og koma sér á blað í deildinni. Þeir ætla sér að vera með í titilbaráttu í sumar. Það verður að segjast að pressan er öllu minni á Leikni. Þeir munu þó án efa mæta dýrvitlausir í þennan fyrsta heimaleik í efstu deild síðan 2015.

ÍA tekur þá á móti Víkingi Reykjavík. Skagamenn spiluðu flottan fyrri hálfleik gegn Val í fyrstu umferð en áttu fá svör við Íslandsmeisturunum í þeim seinni og töpuðu að lokum 2-0. Víkingar unnu nýliða Keflavíkur 1-0 í Fossvoginum í fyrsta leik. Lítið var um flugeldasýningu í þeim leik. Þessi slagur gæti orðið ansi áhugaverður.

Loks mætast HK og Fylkir í Kórnum. Þeirr fyrrnefndu gerðu markalaust jafntefli við KA í nokkuð bragðdaufum leik í fyrstu umferð. Fylkismenn töpuðu gegn FH í leik þar sem þeir misstu mann af velli í fyrri hálfleik. Dómurinn var afar vafasamur og drap í raun leikinn fyrir Árbæingum. Þeir verða án efa klárir í að reyna að svara fyrir tapið í Kórnum.

Allir leikirnir fara fram klukkan 19:15 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja innleiða launaþak í ensku deildinni – Margir óttast að það skaði deildina rosalega

Vilja innleiða launaþak í ensku deildinni – Margir óttast að það skaði deildina rosalega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Á sex ár eftir af samningi sínum en gæti fengið boð um framlengingu eftir fréttir frá Spáni

Á sex ár eftir af samningi sínum en gæti fengið boð um framlengingu eftir fréttir frá Spáni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann
433Sport
Í gær

Mynd: Opnar sig um hvers vegna hún sat fyrir nakin – Fimmtán karlmenn komu að myndatökunni

Mynd: Opnar sig um hvers vegna hún sat fyrir nakin – Fimmtán karlmenn komu að myndatökunni
433Sport
Í gær

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði