fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Er þetta ástæðan fyrir óvæntri uppsögn Rúnars? – „Hart hjá Rúnari að segja fuck you og ég er farinn“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. maí 2021 09:10

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti gríðarlega athygli á miðvikudag þegar Rúnar Páll Sigmundsson ákvað að segja upp starfi sínu sem þjálfari Stjörnunnar. Rúnar hafði stýrt Stjörnunni frá árinu 2013 og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2014.

Það er gangur lífsins að þjálfarar séu reknir eða segi upp starfi sínu en tímasetningin á uppsögn Rúnars vekur verulega athygli. Stjarnan hafði spilað einn leik í efstu deild karla, liðið gerði þá markalaust jafntefli við Leikni. Rúnar lætur ekki ná í sig til að útskýra málið og stjórn Stjörnunnar segir lítið.

Uppsögn Rúnars kom öllum í opna skjöldu, þeim sem stjórna félaginu og ekki síst leikmönnum. Leikmenn Stjörnunnar voru grunlausir um að Rúnar væri að fara að segja upp störfum, Rúnar stýrði æfingu liðsins á þriðjudag ásamt Þorvaldi Örlygssyni sem tekur við liðinu.

„Það sem maður heyrði er að stjórn Stjörnunnar hefði kallað hann á fund eftir leikinn gegn Leikni og sagt að honum að hann hefði ekki mátt skipta Sölva inná. Það var kornið sem fyllti mælirinn,“ sagði Hugi Halldórsson stjórnandi í hlaðvarpsþættinum, The Mike Show.

Sölvi Snær Guðbjargarson ungur kantmaður liðsins er maðurinn sem Hugi nefnir, hann verður samningslaus í haust en Breiðablik hefur boðið honum samning fyrir næstu leiktíð. Málið hafði farið illa í Rúnar Pál sem blés af æfingaleik rétt fyrir mót við Breiðablik, vegna málsins.

Fleiri mál höfðu komið upp á milli stjórnar og Rúnars. „Ef þetta er rétt þá er þetta helvíti hart hjá Rúnari að segja fuck you og ég er farinn. Stjórnin á aldrei að skipta sér af því,“ sagði Sigurður Gísli Snorrason í þætti gærdagsins.

Mikael Nikulásson hefur reynslu úr þjálfun og hafði þetta að segja. „Ég hef sjálfur verið að þjálfa, ef einhver úr stjórninni ætlaði að segja mér hver mætti koma inn og hver ekki þá myndi ég labba út líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Í gær

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Í gær

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun