fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Var sagður ljótur og leið illa yfir því – Þetta gerði hann til að blekkja fólk og fá frið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 21:25

Chadwick annar frá vinstri. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Chadwick var einu sinni heimsfrægur knattspyrnumaður og lék fyrir eitt stærsta félag í heimi, Manchester United Chadwick afrekaði svo sem ekki mikið á vellinum en mikið var talað um hann.

Chadwick mátti þola mikið einelti og umtal vegna þess hvernig hann leit út á sínum yngri árum. Chadwick kom upp hjá Manchester United og var mikið rætt um útlit hans, í þættinum They Think It’s All Over á BBC var ítrekað gert grín að því að hann væri ljótur. „Ég man eftir því þegar þetta gerðist fyrst, þá var ég í áfalli. Ég vildi ekki athygli þrátt fyrir að spila fyrir Manchester United,“ sagði Chadwick um atvikið sem var í sjónvarpi allra landsmanna

,,Ég óttaðist hvern einasta föstudag. Ég hafði ekkert sjálfstraust fyrir og þetta gerði það verra. Ég var alltaf að íhuga að tala við BBC, ég var 19 og 20 ára og vildi bara að þetta myndi hætta.“

Hann segir svo frá því á Twitter í dag að hann hafi gengið um með mynd af sætri stelpu í veski sínu. „Þegar ég flutti til Manchester aðeins 16 ára gamall þá skammaðist ég mín fyrir að eiga ekki kærustu,“ skrifar Chadwick á Twitter.

„Ég klippti út sætustu stelpuna úr skólabókinni og hafði hana í veskinu ef einhver færi nú að spyrja mig. Ég gekk svo langt að ég fór að búa til símtöl, eins og að ég væri að tala við hana. Þessa ímynduðu kærustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjögur félög sýndu Damir áhuga – Reið þessi veglegi launapakki í Grindavík baggamuninn?

Fjögur félög sýndu Damir áhuga – Reið þessi veglegi launapakki í Grindavík baggamuninn?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Varð vitni að því þegar stjarna United var tekin til bæna af eigin stuðningsmönnum – „Gerði andskotann ekki neitt“

Varð vitni að því þegar stjarna United var tekin til bæna af eigin stuðningsmönnum – „Gerði andskotann ekki neitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?