fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Var sagður ljótur og leið illa yfir því – Þetta gerði hann til að blekkja fólk og fá frið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 21:25

Chadwick annar frá vinstri. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Chadwick var einu sinni heimsfrægur knattspyrnumaður og lék fyrir eitt stærsta félag í heimi, Manchester United Chadwick afrekaði svo sem ekki mikið á vellinum en mikið var talað um hann.

Chadwick mátti þola mikið einelti og umtal vegna þess hvernig hann leit út á sínum yngri árum. Chadwick kom upp hjá Manchester United og var mikið rætt um útlit hans, í þættinum They Think It’s All Over á BBC var ítrekað gert grín að því að hann væri ljótur. „Ég man eftir því þegar þetta gerðist fyrst, þá var ég í áfalli. Ég vildi ekki athygli þrátt fyrir að spila fyrir Manchester United,“ sagði Chadwick um atvikið sem var í sjónvarpi allra landsmanna

,,Ég óttaðist hvern einasta föstudag. Ég hafði ekkert sjálfstraust fyrir og þetta gerði það verra. Ég var alltaf að íhuga að tala við BBC, ég var 19 og 20 ára og vildi bara að þetta myndi hætta.“

Hann segir svo frá því á Twitter í dag að hann hafi gengið um með mynd af sætri stelpu í veski sínu. „Þegar ég flutti til Manchester aðeins 16 ára gamall þá skammaðist ég mín fyrir að eiga ekki kærustu,“ skrifar Chadwick á Twitter.

„Ég klippti út sætustu stelpuna úr skólabókinni og hafði hana í veskinu ef einhver færi nú að spyrja mig. Ég gekk svo langt að ég fór að búa til símtöl, eins og að ég væri að tala við hana. Þessa ímynduðu kærustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi