fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Plús og mínus – Gamli góði Kolbeinn mættur aftur til leiks

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 02:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði 2-1 í æfingaleik gegn Mexíkó sem fram fór í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Marga af bestu leikmönnum Íslands vantaði í verkefnið.

Ísland komst yfir í fyrri hálfleik þegar Birkir Már Sævarsson lék á varnarmenn Mexíkó og hamraði boltanum í átt að marki. Ekki er öruggt að Birkir fái markið skráð á sig enda virtist boltinn á leið framhjá þegar hann fór í varnarmann.

Ísland var mikið mun betra í fyrri hálfleik en gaf verulega eftir í þeim síðari þar sem Hirving Lozano skoraði tvö fyrir Mexíkó.

Tap staðreynd en frammistaðan stóran hluta leiksins virkilega góð

Plús og mínus úr leiknum eru hér að neðan.

Plús

Það var virkilega gaman að sjá Ísak Bergmann Jóhannesson byrja sinn fyrsta A-landsleik, efnilegasti knattspyrnumaður Íslands átti fína spretti. Sérstaklega var gaman að sjá hann í varnarpressu, þá hluti leiksins gerði hann virkilega vel.

Óhætt er að fullyrða að Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands hafi ekki verið jafn frískur og öflugur í fimm ár, virðist lok laus við öll meiðsli og spilar mikið í Svíþjóð. Það sást í Dallas í nótt þar sem Kolbeinn var öflugur.

Aron Einar Gunnarsson lagði líf sitt og sál í leikinn. Fékk högg að því virtist á rifbeinin í fyrri hálfleik og það hafði áhrif á hann, fór af velli eftir tæpa klukkustund.

Arnar Þór Viðarsson og hans teymi getur fagnað þessum sigri í kvöld, erfiður undirbúningur þar sem nánast enginn vildi mæta í verkefnið en frammistaðan var öflug.

Mínus:

Hörður Ingi Gunnarsson var í vandræðum stærstan hluta leiksins, elti manninn sinn illa og var oft nálægt því að gefa mark.

Íslenska liðið féll alltof aftarlega á völlinn í síðari hálfleik og bauð hættunni heim, liðið virkaði hálf bensín laust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir eins gott fyrir Ronaldo að bjóða sér í partíið

Segir eins gott fyrir Ronaldo að bjóða sér í partíið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar
433Sport
Í gær

Madríd og Manchester líklegustu áfangastaðir spennandi leikmanns

Madríd og Manchester líklegustu áfangastaðir spennandi leikmanns
433Sport
Í gær

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool