fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Einkunnir þegar Ísland sýndi hetjulega baráttu í Dallas í nótt – Fyrirliðinn bestur

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 02:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði 2-1 í æfingaleik gegn Mexíkó sem fram fór í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Marga af bestu leikmönnum Íslands vantaði í verkefnið.

Ísland komst yfir í fyrri hálfleik þegar Birkir Már Sævarsson lék á varnarmenn Mexíkó og hamraði boltanum í átt að marki. Ekki er öruggt að Birkir fái markið skráð á sig enda virtist boltinn á leið framhjá þegar hann fór í varnarmann.

Ísland var mikið mun betra í fyrri hálfleik en gaf verulega eftir í þeim síðari þar sem Hirving Lozano skoraði tvö fyrir Mexíkó.

Tap staðreynd en frammistaðan stóran hluta leiksins virkilega góð. Einkunnir eru hér að neðan

Rúnar Alex Rúnarsson 4
Öruggur í sínum aðgerðum fram að öðru markinu, furðulegt úthlaup kostaði.

Birkir Már Sævarsson 6
Skoraði hann eða skoraði hann ekki? Birkir fagnaði alla vegana markinu eftir að hafa gert hlutina vel

Hjörtur Hermannsson 7
Var leiðtoginn í varnarlínunni og gerði vel, gæti verið lausn í hjartanu til næstu ára.

Brynjar Ingi Bjarnason 5
Virkaði öruggur í öllum sínum aðgerðum í sínum fyrsta landsleik en gerði sig sekan um mistök í fyrra marki Mexíkó.

Hörður Ingi Gunnarsson 4
Var í stökustu vandræðum allan leikinn, fann engan takt og lét oft fara mjög illa með sig.

Þórir Jóhann Helgason 5
Vinnusamur en lítið í boltanum.

Aron Einar Gunnarsson (F) (´59) 8
Var gjörsamlega frábær, yfirgaf völlinn svo meiddur.

Birkir Bjarnason 6
Fínir sprettir hjá Birkir framan af leik.

Ísak Bergmann Jóhannesson 7
Frábær fyrsti leikur í byrjunarliði, með takta í fyrri hálfleik og var einnig virkilega öflugur í pressu og varnarleik.

Jón Daði Böðvarsson (´73) 5
Gerði ágætis hluti sem kantmaður.

Kolbeinn Sigþórsso (´73) 7
Virkar í sínu besta formi í fimm ár, sjáum við gamla góða Kolbein innan tíðar?

Varamenn:
Andri Fannar Baldursson (´59) 5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Í gær

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 3 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“