fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
433Sport

Þögguðu niður í honum í beinni útsendingu og skiptu yfir í auglýsingar í miðri eldræðu

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. maí 2021 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þaggað var niður í íþróttafréttamanninum Jon Champion á bandarísku sjónvarpsstöðinni ESPN í gær eftir að hann benti á ástæðurnar fyrir því að stuðningsmenn Manchester United væru að mótmæla eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu.

Champion, var ásamt Taylor Twellmann, fyrrum landsliðsmanni Bandaríkjanna í setti. Taylor benti á það hvernig íþróttafélög í Bandaríkjunum eru rekin sem gróðastarfsemi(e.franchise), á þeim tímapunkti greip Champion, sem er frá Bretlandi, fram í fyrir honum.

„Ekki nefna þetta orð við mig, ég hata þetta orð vegna þess að við setjum það ekki í sama samhengi þegar að við tölum um íþróttafélög í Evrópu. Þetta eru félög með hjarta, ekki gróðastarfsemi,“ sagði Champion í beinni útsendingu.

Hann hélt síðan áfram, talaði um eignarhald Glazer fjölskyldunnar á Manchester United og hvernig eigendurnir hefðu dælt skuldum á félagið og hafi ekki sýnt minnstu merki þess að þykja vænt um félagið.

Eldræða Champion hélt áfram þar til að stöðin ákvað á endanum að þagga niður í honum og skipta yfir í auglýsingar. Stjórnendur ESPN segja þetta hafa gerst sökum tæknilegra vandamála.

Ekki er ljóst hvort þaggað hafi verið í Champion vegna skoðana hans á muninum á milli bandarískra og evrópskra félaga eða vegna gagnrýni hans á Glazer-fjölskylduna sem kemur frá Bandaríkjunum líkt og ESPN. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ólafur var rekinn í Danmörku í gær: „Þetta hefur allt farið niður á við“

Ólafur var rekinn í Danmörku í gær: „Þetta hefur allt farið niður á við“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ferguson skilur ekki hvers vegna Mourinho gerir þetta

Ferguson skilur ekki hvers vegna Mourinho gerir þetta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kjartan Henry riftir í Danmörku og er á leið til Íslands

Kjartan Henry riftir í Danmörku og er á leið til Íslands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United vill ganga frá kaupum á Sancho á allra næstu vikum

United vill ganga frá kaupum á Sancho á allra næstu vikum
433Sport
Í gær

Pepsi-Max kvenna: Valur tapaði stigum gegn sprækum Þrótturum

Pepsi-Max kvenna: Valur tapaði stigum gegn sprækum Þrótturum
433Sport
Í gær

Fulham niður í Championship eftir tap gegn Burnley

Fulham niður í Championship eftir tap gegn Burnley
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann og Ari sýna liðsfélaga sínum stuðning á fallegan hátt

Ísak Bergmann og Ari sýna liðsfélaga sínum stuðning á fallegan hátt
433Sport
Í gær

Spá því að svona endi enska úrvalsdeildin – Grátleg niðurstaða fyrir Liverpool

Spá því að svona endi enska úrvalsdeildin – Grátleg niðurstaða fyrir Liverpool